80.000 börn á Íslandi á flótta Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 1. september 2015 09:00 Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun