Víðsýnin við völd í Færeyjum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. september 2015 19:30 Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag. Hinsegin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.Færeyska ríkisstjórnin er fallin og eru jafnaðarmenn nú stærsti flokkur landsins, með 8 þingmenn af 33. Einn þeirra er lesbían Sonja Jógvansdóttir, sem fer nú í sögubækurnar sem fyrsti opinberlegra samkynhneigði þingmaðurinn á Lögþinginu. Meðal helstu baráttumála hennar er jafn hjúskaparréttur óháð kynhneigð. Sonja segir Færeyjar hafa breyst mikið á undanförnum árum og nefnir sem dæmi gleðigönguna í Þórshöfn, þar sem 5000-6000 manns taki nú jafnan þátt, en Færeyingar eru alls um 40.000 talsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti eyjaskeggja styður lögleiðingu samkynja hjónabanda. „Fólkið stendur við bakið á okkur, það eina sem vantar er að fá lögunum breytt og það er bara tímaspursmál, því Færeyjar eru miklu opnara og víðsýnna samfélag en umræður í þingsal gefa til kynna. Þingið er afturhaldssamt, en þjóðin er það ekki og ég tel að niðurstöður kosninganna í gær undirstriki það.“Þurfa ekki lengur að flýja landStundin er söguleg fyrir Færeyjar því skammt er liðið síðan lagaleg réttindi samkynhneigðra voru engin og algengt var að Færeyingar flúðu land eftir að hafa komið út úr skápnum. Aðspurð tekur Sonja undir að þróunin hafi verið hröð á stuttum tíma. „Það hefur gert það. En ég er 37 ára gömul, kærastan mín er 41 árs, og við erum næstum elsta opinberlega samkynhneigða fólkið í Færeyjum. Hinsegin Færeyingar á fimmtugsaldri, sextugsaldri og sjötugsaldri, þeir búa í Kaupmannahöfn, eða í Reykjavík. Eða þá að þeir eru enn inni í skápnum.“ Nú eru hinsvegar breyttir tímar að sögn Sonju. „Núna er það ekkert sérstakt vandamál að þú þurfir að flytja ef þú ert samkynhneigð, það hefur breyst. Bæði hommar og lesbíur velja að vera um kyrrt, því þeim líður vel hér. Þau vilja vera hér, þetta er heimaland okkar og þannig á það að vera.“ Um leið segist Sonja vilja skila kveðju til hinsegin samfélagsins á Íslandi sem alla tíð hafi veitt bræðrum sínum og systrum í Færeyjum góðan stuðning.Of mikið af fátæku fólki í FæreyjumKaj Leo Holm Johannesen, formaður Sambandsflokksins sem leiddi síðustu ríkisstjórn, baðst formlega lausnar sem lögmaður Færeyja síðdegis í dag. Samsteypustjórn hans sem setið hafði frá 2011 var mótfallin því að greidd yrðu atkvæði um breytt hjúskaparlög, en það er eitt af málunum sem Javnaðarflokkurinn setti á oddinn í kjarabaráttunni. „Þetta var eitt af stóru málunum, en aðalmálið er samt misrétti almennt," segir Sonja. „Færeyingar hafa tjáð hug sinn um að vilja nýja ríkisstjórn vegna þess að við horfum upp á aukna misskiptingu. Hér er ansi mikið af fátæku fólki. Ég tel að Færeyingar vilji breytt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að lifa góðu lífi óháð því hver þau eru, hvar þau eru fædd eða inn í hvaða stétt.“ Javnaðarflokkurinn vill ekki mynda ríkisstjórn með fyrri stjórnarflokkunum og sagði Aksel V. Johannesen, formaður flokkins, að stjórnmyndunarviðræður myndu hefjast síðdegis í dag.
Hinsegin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira