Bjelica tryggði Serbum sigur á Þjóðverjum þegar 0,9 sekúndur voru eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 14:59 Nemanja Bjelica. Vísir/Getty Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Serbía er áfram með fullt hús í riðli Íslands eftir 68-66 sigur á Þjóðverjum í æsispennandi leik í Mercedens Benz höllinni í Berlín í dag. Nemanja Bjelica skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar áttu mjög góða spretti í leiknum og stríddu hinu sterka liði Serba sem kannski var enn hátt uppi eftir sigurinn á Spáni. Serbarnir hittu mjög illa fyrir utan en héldu sér inn í leiknum á fráköstum og klókindum. Nemanja Bjelica var stigahæstur hjá Serbum með tólf stig en serbneska liðið hitti illa í leiknum og gat á endanum þakkað fyrir sigurinn. Bjelica ætlar greinilega að láta til sín taka á mótinu en hann var frábær í sigri á Spánverjum í gær og gerði síðan út um leikinn í lokin í dag. Nemanja Bjelica er á leiðinni í NBA-deildina en hann hefur gert samning um að spila með liði Minnesota Timberwolves. Dirk Nowitzki skoraði 15 stig og tók 10 fráköst hjá Þjóðverjum og Tibor Pleiss, sem er á leiðinni í NBA, var með 15 stig og 7 fráköst. Dennis Schröder var síðan með 11 stig og 6 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var hnífjafn en Serbar leiddu með einu stigi eftir hann, 19-18. Þjóðverjar skoruðu mikið inn í teig (12 af 18 stigum) og Serbarnir klikkuðu á 75 prósent skota sinna fyrstu tíu mínútur leiksins. Líkt og á móti Íslandi þá var Dirk Nowitzki mjög rólegur í fyrsta leikhlutanum en hann fór á flug í öðrum þar sem hann skorað 10 af 12 stigum sínum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar náðu mest sjö stiga forystu í hálfleiknum en Serbarnir komu sér aftur inn í leikinn þrátt fyrir slæma hittni og voru aftur komnir yfir í hálfleik, 39-38. Serbarnir hittu skelfilega í hálfleiknum (8 prósent í þriggja, 13/1) en héldu sér á lífi með því að taka tólf sóknarfráköst í hálfleiknum. Þjóðverjar tóku aðeins eitt sóknarfrákast í öllum hálfleiknum. Þjóðverjar komust aftur yfir í þriðja leikhlutanum en viti menn Serbarnir náðu enn á ný forystunni með því enda leikhlutann vel. Serbneska liðið vann þannig síðustu fjórar mínútur þriðja leikhlutans 9-3 og var 50-48 yfir fyrir lokaleikhlutann. Serbar náðu sex stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta (56-50) en Þjóðverjar voru ekkert á því að gefa sig, jöfnuðu í 56-56 og komust svo yfir í 60-59. Nemanja Bjelica skoraði tvær mikilvægar körfur fyrir Serba á lokakafla leiksins og Nemanja Nedovic kom liðinu í 66-63 þegar 54 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki hafði þá klikkað á víti þegar hann gat jafnað leikinn. Heiko Schaffartzik, góður vinur Loga Gunnarssonar, jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 66-66, þegar 23 sekúndur voru eftir en Dirk Nowitzki gaf þá boltann óeigingjarnt út á hann. Nemanja Bjelica var ekki hættur og skoraði sigurkörfu Serbíu þegar 0.9 sekúndur voru eftir. Hann skoraði tólf stig í leiknum en sjö þeirra komu á síðustu fimm mínútunum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum