Fleiri kvartanir vegna ferðaþjónustu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 22:21 Ferðamenn gæða sér á landsins gæðum. Vísir/Anton Brink Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00