Ódýrt en áhrifaríkt Árni Páll Árnason skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Allir vita hversu alvarlegt ástand er á leigumarkaði í dag. Enginn fær íbúð á boðlegum kjörum og litlar íbúðir á besta stað eru bæði illfáanlegar og dýrar. Ásókn ferðamanna í skammtímaleigu veldur skorti á íbúðum á almennum leigumarkaði. Fyrir því finna námsmenn og aðrir sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Tekjur af leigu til ferðamanna eru enda miklu meiri en af leigu á almennum markaði. En á sama tíma er líka fólk sem á íbúðir eða laus herbergi sem það er ekki tilbúið að leigja til lengri tíma, vegna þess að lítið fæst upp úr því.Húsnæði skortir Mikilvægasta leiðin til lausnar er að sjálfsögðu að fjölga leiguíbúðum. Það er mikill skortur á litlu og meðalstóru húsnæði í öruggri leigu. Þess vegna er Reykjavíkurborg nú að styðja við byggingu fjölda nýrra leiguíbúða, í samvinnu við búseturéttarfélög og félög stúdenta. Það er ekki nóg að byggja, það verður að tryggja að íbúðirnar verði til útleigu til langframa.Ein góð hugmynd Ríkið getur líkt og sveitarfélög stuðlað að jákvæðum breytingum. Þess vegna leggjum við til skattaafslátt til einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða. Slík aðgerð gæti aukið framboð leiguhúsnæðis gríðarlega. Um 4.000 íbúðir eru í leigu til ferðamanna í gegnum vefsíðuna Airbnb. Ef einungis hluti þeirra færi í langtímaleigu yrði stórum áfanga náð. Aðrir sem ekki eru að leigja út í dag, gætu séð sér leik á borði, ef þessi lagabreyting yrði að veruleika.Öruggt húsnæði til kaups eða leigu Húsnæðismál eru alvarlegasta úrlausnarefnið þessi misserin. Samfylkingin hefur flutt fjölda þingmála til úrlausnar, sem því miður hafa ekki orðið að veruleika. Það skiptir miklu að koma hreyfingu á þennan málaflokk og tryggja fólki að það geti bæði komist í örugga leigu og keypt sína fyrstu íbúð. Í haust munum við áfram beita okkur fyrir því að allir geti búið sér til gott heimili á viðráðanlegum kjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir vita hversu alvarlegt ástand er á leigumarkaði í dag. Enginn fær íbúð á boðlegum kjörum og litlar íbúðir á besta stað eru bæði illfáanlegar og dýrar. Ásókn ferðamanna í skammtímaleigu veldur skorti á íbúðum á almennum leigumarkaði. Fyrir því finna námsmenn og aðrir sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Tekjur af leigu til ferðamanna eru enda miklu meiri en af leigu á almennum markaði. En á sama tíma er líka fólk sem á íbúðir eða laus herbergi sem það er ekki tilbúið að leigja til lengri tíma, vegna þess að lítið fæst upp úr því.Húsnæði skortir Mikilvægasta leiðin til lausnar er að sjálfsögðu að fjölga leiguíbúðum. Það er mikill skortur á litlu og meðalstóru húsnæði í öruggri leigu. Þess vegna er Reykjavíkurborg nú að styðja við byggingu fjölda nýrra leiguíbúða, í samvinnu við búseturéttarfélög og félög stúdenta. Það er ekki nóg að byggja, það verður að tryggja að íbúðirnar verði til útleigu til langframa.Ein góð hugmynd Ríkið getur líkt og sveitarfélög stuðlað að jákvæðum breytingum. Þess vegna leggjum við til skattaafslátt til einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða. Slík aðgerð gæti aukið framboð leiguhúsnæðis gríðarlega. Um 4.000 íbúðir eru í leigu til ferðamanna í gegnum vefsíðuna Airbnb. Ef einungis hluti þeirra færi í langtímaleigu yrði stórum áfanga náð. Aðrir sem ekki eru að leigja út í dag, gætu séð sér leik á borði, ef þessi lagabreyting yrði að veruleika.Öruggt húsnæði til kaups eða leigu Húsnæðismál eru alvarlegasta úrlausnarefnið þessi misserin. Samfylkingin hefur flutt fjölda þingmála til úrlausnar, sem því miður hafa ekki orðið að veruleika. Það skiptir miklu að koma hreyfingu á þennan málaflokk og tryggja fólki að það geti bæði komist í örugga leigu og keypt sína fyrstu íbúð. Í haust munum við áfram beita okkur fyrir því að allir geti búið sér til gott heimili á viðráðanlegum kjörum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar