Tjón á tónlistarlífi Halldór Halldórsson skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Enn og aftur heyrum við af vandræðum tónlistarskólanna í Reykjavík. Þrautaganga þeirra er orðin löng og því miður leysti samningur sveitarfélaganna og ríkisins ekki úr henni vegna þess hvernig meirihlutinn í Reykjavíkurborg túlkar þann samning. Ekki skal dregið úr því að samningurinn tók ekki nægilega á breytingum á nemendafjölda og slíku. Þetta var ekki nógu góður samningur en hann var engu að síður mjög til bóta. En það var ekki samið um að ríkið tæki við tónlistarnámi á framhaldsstigi heldur kæmi það með stuðning. Enda virðist eina sveitarfélagið sem túlkar það þannig vera Reykjavíkurborg. Um þetta alvarlega mál höfum við borgarfulltrúar fjallað oft í borgarráði og borgarstjórn og höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins haft í forgrunni hagsmuni tónlistarfólks, tónlistarnema og tónlistarskólanna. Vegna alvarleika málsins í desember á síðasta ári lögðum við fram harðorða bókun í borgarstjórn. Í bókun okkar sagði m.a. þetta: „Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavíkurborg. Á undanförnum misserum hafa nemendur og starfsfólk þeirra tónlistarskóla sem hafa verið máttarstólpar íslensks tónlistarlífs búið við algjöra óvissu og mátt þola það að vita ekki hvort kennslu verði haldið áfram frá mánuði til mánaðar. Andvaraleysi meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að tónlistarmenntun kemur fram í því að tónlistarskólum er búið rekstrarumhverfi sem er algjörlega óraunhæft. Meirihluti borgarstjórnar hefur frá árinu 2011 gert tónlistarskólana að bitbeini í hörðum deilum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að bera kostnað af framhaldsstigi tónlistarmenntunar. Slík framganga er algjörlega óábyrg. Orðalag samkomulags um eflingu tónlistarnáms sem undirritað var í maí 2011 gefur ekki tilefni til þeirrar túlkunar sem meirihluti borgarstjórnar hefur kosið að halda fram. Samkomulagið fjallar ekki um yfirtöku ríkisins á framlagi til framhaldsmenntunar í hljóðfæranámi og mið- og framhaldsstigi í söng heldur samþykkir ríkið aðkomu að kennslukostnaði og það orðalag er ekki hægt að túlka sem yfirtöku á öllum fjárframlögum til framhaldsstigsins.“ Og enn standa skólarnir og hið öfluga menningarlíf sem þeir skapa frammi fyrir algjörri óvissu vegna andvaraleysis eða miklu frekar áhugaleysis meirihluta borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Enn og aftur heyrum við af vandræðum tónlistarskólanna í Reykjavík. Þrautaganga þeirra er orðin löng og því miður leysti samningur sveitarfélaganna og ríkisins ekki úr henni vegna þess hvernig meirihlutinn í Reykjavíkurborg túlkar þann samning. Ekki skal dregið úr því að samningurinn tók ekki nægilega á breytingum á nemendafjölda og slíku. Þetta var ekki nógu góður samningur en hann var engu að síður mjög til bóta. En það var ekki samið um að ríkið tæki við tónlistarnámi á framhaldsstigi heldur kæmi það með stuðning. Enda virðist eina sveitarfélagið sem túlkar það þannig vera Reykjavíkurborg. Um þetta alvarlega mál höfum við borgarfulltrúar fjallað oft í borgarráði og borgarstjórn og höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins haft í forgrunni hagsmuni tónlistarfólks, tónlistarnema og tónlistarskólanna. Vegna alvarleika málsins í desember á síðasta ári lögðum við fram harðorða bókun í borgarstjórn. Í bókun okkar sagði m.a. þetta: „Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavíkurborg. Á undanförnum misserum hafa nemendur og starfsfólk þeirra tónlistarskóla sem hafa verið máttarstólpar íslensks tónlistarlífs búið við algjöra óvissu og mátt þola það að vita ekki hvort kennslu verði haldið áfram frá mánuði til mánaðar. Andvaraleysi meirihluta borgarstjórnar þegar kemur að tónlistarmenntun kemur fram í því að tónlistarskólum er búið rekstrarumhverfi sem er algjörlega óraunhæft. Meirihluti borgarstjórnar hefur frá árinu 2011 gert tónlistarskólana að bitbeini í hörðum deilum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að bera kostnað af framhaldsstigi tónlistarmenntunar. Slík framganga er algjörlega óábyrg. Orðalag samkomulags um eflingu tónlistarnáms sem undirritað var í maí 2011 gefur ekki tilefni til þeirrar túlkunar sem meirihluti borgarstjórnar hefur kosið að halda fram. Samkomulagið fjallar ekki um yfirtöku ríkisins á framlagi til framhaldsmenntunar í hljóðfæranámi og mið- og framhaldsstigi í söng heldur samþykkir ríkið aðkomu að kennslukostnaði og það orðalag er ekki hægt að túlka sem yfirtöku á öllum fjárframlögum til framhaldsstigsins.“ Og enn standa skólarnir og hið öfluga menningarlíf sem þeir skapa frammi fyrir algjörri óvissu vegna andvaraleysis eða miklu frekar áhugaleysis meirihluta borgarstjórnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar