Hollenska móðirin neitaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2015 11:36 Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Vísir/Stefán Hollensk kona á fimmtugsaldri, sem ákærð er fyrir innflutning á um 20 kílóum á fíkniefnum til landsins á föstudaginn langa, neitar sök. Hún ætlar að skila skýrari afstöðu í greinargerð. Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur konunni og íslenskum manni á þrítugsaldri sem er sakaður um að hafa veitt tösku viðtöku sem hann taldi innihalda efnin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hollenska konan kom til landsins ásamt dóttur sinni sem er á táningsaldri. Sú hefur verið í umsjá barnaverndaryfirvalda hér á landi. Í farbannsúrskurði yfir stúlkunni kom fram að hún hefði talið sig vera á leið í frí til Íslands. Móðirin hefði alfarið séð um að pakka í töskurnar.Sjá einnig:Hollenska móðirin notuð í tálbeituaðgerð Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins. Fannst í tveimur ferðatöskum rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og um 10 kíló af MDMA. Í framhaldinu var móðirin notuð sem tálbeita og send á fund Íslendingsins. Hafði efnunum verið skipt út fyrir gerviefni. Íslendingurinn, sem handtekinn var á Hótel Frón í miðbæ Reykjavíkur, fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Hann er talinn hafa ætlað að koma efnunum til ótilgreindra aðila hér á landi en í framhaldinu hafi átt að koma efnunum í söludreifingu. Fyrirtaka í málinu verður í Héraðsdómi Reykjaness í lok ágúst. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska stúlkan: Hélt hún væri á leið í frí til Íslands Hollenska stúlkan segist ekki hafa haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust í farangri hennar. Móðir hennar hafi boðið henni til Íslands og séð alfarið um að pakka í töskur. 19. maí 2015 16:09 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Hollensk kona á fimmtugsaldri, sem ákærð er fyrir innflutning á um 20 kílóum á fíkniefnum til landsins á föstudaginn langa, neitar sök. Hún ætlar að skila skýrari afstöðu í greinargerð. Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur konunni og íslenskum manni á þrítugsaldri sem er sakaður um að hafa veitt tösku viðtöku sem hann taldi innihalda efnin. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hollenska konan kom til landsins ásamt dóttur sinni sem er á táningsaldri. Sú hefur verið í umsjá barnaverndaryfirvalda hér á landi. Í farbannsúrskurði yfir stúlkunni kom fram að hún hefði talið sig vera á leið í frí til Íslands. Móðirin hefði alfarið séð um að pakka í töskurnar.Sjá einnig:Hollenska móðirin notuð í tálbeituaðgerð Mæðgurnar voru handteknar við komuna til landsins. Fannst í tveimur ferðatöskum rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og um 10 kíló af MDMA. Í framhaldinu var móðirin notuð sem tálbeita og send á fund Íslendingsins. Hafði efnunum verið skipt út fyrir gerviefni. Íslendingurinn, sem handtekinn var á Hótel Frón í miðbæ Reykjavíkur, fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Hann er talinn hafa ætlað að koma efnunum til ótilgreindra aðila hér á landi en í framhaldinu hafi átt að koma efnunum í söludreifingu. Fyrirtaka í málinu verður í Héraðsdómi Reykjaness í lok ágúst.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska stúlkan: Hélt hún væri á leið í frí til Íslands Hollenska stúlkan segist ekki hafa haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust í farangri hennar. Móðir hennar hafi boðið henni til Íslands og séð alfarið um að pakka í töskur. 19. maí 2015 16:09 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska stúlkan: Hélt hún væri á leið í frí til Íslands Hollenska stúlkan segist ekki hafa haft vitneskju um fíkniefnin sem fundust í farangri hennar. Móðir hennar hafi boðið henni til Íslands og séð alfarið um að pakka í töskur. 19. maí 2015 16:09