Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Atli Ísleifsson skrifar 16. júlí 2015 21:00 Sigfríð Hallgrímsdóttir, bókunarstjóri á Hótel Öldunni á Seyðisfirði, segir bæinn vel í stakk búinn að taka við fleiri ferðamönnum. Myndir/Andrea Harris „Þetta er orðinn svo samheldinn og sjóaður bær að við höfum getað tekið við öllu,“ segir Sigfríð Hallgrímsdóttir, bókunarstjóri á Hótel Öldunni á Seyðisfirði, aðspurð hvernig ferðamannasumarið hefur verið það sem af er. „Það er helst veðrið sem hefur verið að stríða okkur. Það breytir því þó ekki að fólk smælar framan í heiminn með kaffibollann sinn og nýtur.“ Sigfríð segir að nóg hafi verið að gera í bænum og að það sé enginn sem kvarti. „Nú er LungA-gleði, skemmtiferðaskip inni og svo kemur ferjan í dag þannig að það er sneisafullur bær af fólki. Sumarið er búið að vera veðurfarslega leiðinlegt en það hefur ekki áhrif á gistinguna hjá okkur. Við erum mjög vel bókuð og nýtingin er góð. Við erum í fullri nýtingu nánast allt sumarið í ár, líkt og við vorum í fyrra.“ Mynd/Andrea Harris Fjölgun ferðamanna frá Ísrael og Suður-KóreuSigfríð segir að á Seyðisfirði sé starfrækt eitt hótel, auk þess að boðið sé upp á fjölda annarra gistirýma út um allan bæ. „Bæði farfuglaheimili, heimagisting og minni gistingar. Það hefur verið nóg að gera hjá okkur öllum og við erum dugleg að hjálpast að. Þegar er fullbókað hjá okkur þá heyrum við í hinum og öfugt. Það er búið að vera erfitt að fá gistingu.“ Hún segir að þrátt fyrir að Seyðisfjörður sé lítill bær geti hann vel tekið við fleiri ferðamönnum. „Síðustu árin hafa ferðamenn fyrst og fremst verið að koma frá Þýskalandi og Spáni. Nú hafa ferðamenn frá Ísrael, Suður-Kóreu og fleiri Asíuríkjum verið mjög áberandi. Það poppa upp mikið af bókunum þaðan.“ Veitingahúsið Aldan á Seyðisfirði.Mynd/Andrea Harris Mikið líf í bænum á miðvikudögumSigfríð segir jafnan mikið líf vera í bænum á miðvikudögum, daginn áður en Norræna leggst til hafnar. „Fólk kemur með Norrænu á fimmtudagsmorgnum og keyrir yfirleitt út úr bænum strax. Svo kemur fólkið aftur og ver miðvikudeginum hérna, deginum áður en þeir fara af landi brott með Norrænu. Fólk gistir ýmist á tjaldsvæðinu eða leigir sér gistingu. Það er allur gangur á því. Það er því mjög mikið að gera hjá okkur á miðvikudagskvöldum – á öllum veitingastöðum bæjarins og svo er bláa kirkjan með tónleika á miðvikudögum. Mesta lífið í kringum ferjuna er því á miðvikudagskvöldinu.“ Leggja leið sína yfir FjarðarheiðinaSigfríð segir að aðrir ferðamenn leggi einnig leið sína til bæjarins. „Fólk sem er til að mynda á hringferð um landið fer alveg yfir Fjarðarheiðina til að heimsækja Seyðisfjörð. Við erum mjög vel auglýst, líkt og á TripAdvisor og Lonely Planet og svo framvegis. Fólk gerir sér alveg ferð yfir. Fólk er yfirleitt mjög ánægt og margir mjög hissa á hvað svona lítill bær eins og Seyðisfjörður hefur upp á margt að bjóða.“ Mikill listabærSigfríð segir ferðamennina vera mjög spennta fyrir veitingastöðunum bæjarins. „Þeir eru fyrsta flokks í þessum bæ. Það er nýopnaður sushi-staður sem kemur mjög sterkur inn. Svo er Skaftfell Bistro með léttan matseðil og svo er flottur a la carte veitingastaður á hótelinu hjá okkur. Auk þess er vertinn í bænum, sem er með barinn, líka farinn að grilla. Það er því margt í borði og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þetta er líka mjög mikill listabær þannig að það eru því alltaf einhverjar listasýningar í gangi. Svo er líka mjög vinsælt að fara í göngutúra hérna, til að mynda upp að Tvísöng, sem er hljóðskúlptúr sem listamaður bjó til hérna í fjallshlíðinni.“ Frá Seyðisfirði.Mynd/Andrea Harris LungA-vikan í fullum gangiSigfríð segir að þegar skemmtiferðaskipin komi inn fjörðinn séu hótelið og veitingastaðirnir hálfgerð upplýsingamiðstöð þar sem ferðamennirnir spyrja hvað hægt sé að gera í bænum. „Við erum með sundlaug líka svo það er alltaf hægt að finna eitthvað fyrir alla. Þetta er dásamlegur bær og það skiptir gríðarlegu máli að fá allt þetta unga fólk til að vinna að list sinni í LungA-vikunni sem nú stendur sem hæst. Það er „attraction“, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Hátíðin er þannig að allir geta notið.“ Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi LungA Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Þetta er orðinn svo samheldinn og sjóaður bær að við höfum getað tekið við öllu,“ segir Sigfríð Hallgrímsdóttir, bókunarstjóri á Hótel Öldunni á Seyðisfirði, aðspurð hvernig ferðamannasumarið hefur verið það sem af er. „Það er helst veðrið sem hefur verið að stríða okkur. Það breytir því þó ekki að fólk smælar framan í heiminn með kaffibollann sinn og nýtur.“ Sigfríð segir að nóg hafi verið að gera í bænum og að það sé enginn sem kvarti. „Nú er LungA-gleði, skemmtiferðaskip inni og svo kemur ferjan í dag þannig að það er sneisafullur bær af fólki. Sumarið er búið að vera veðurfarslega leiðinlegt en það hefur ekki áhrif á gistinguna hjá okkur. Við erum mjög vel bókuð og nýtingin er góð. Við erum í fullri nýtingu nánast allt sumarið í ár, líkt og við vorum í fyrra.“ Mynd/Andrea Harris Fjölgun ferðamanna frá Ísrael og Suður-KóreuSigfríð segir að á Seyðisfirði sé starfrækt eitt hótel, auk þess að boðið sé upp á fjölda annarra gistirýma út um allan bæ. „Bæði farfuglaheimili, heimagisting og minni gistingar. Það hefur verið nóg að gera hjá okkur öllum og við erum dugleg að hjálpast að. Þegar er fullbókað hjá okkur þá heyrum við í hinum og öfugt. Það er búið að vera erfitt að fá gistingu.“ Hún segir að þrátt fyrir að Seyðisfjörður sé lítill bær geti hann vel tekið við fleiri ferðamönnum. „Síðustu árin hafa ferðamenn fyrst og fremst verið að koma frá Þýskalandi og Spáni. Nú hafa ferðamenn frá Ísrael, Suður-Kóreu og fleiri Asíuríkjum verið mjög áberandi. Það poppa upp mikið af bókunum þaðan.“ Veitingahúsið Aldan á Seyðisfirði.Mynd/Andrea Harris Mikið líf í bænum á miðvikudögumSigfríð segir jafnan mikið líf vera í bænum á miðvikudögum, daginn áður en Norræna leggst til hafnar. „Fólk kemur með Norrænu á fimmtudagsmorgnum og keyrir yfirleitt út úr bænum strax. Svo kemur fólkið aftur og ver miðvikudeginum hérna, deginum áður en þeir fara af landi brott með Norrænu. Fólk gistir ýmist á tjaldsvæðinu eða leigir sér gistingu. Það er allur gangur á því. Það er því mjög mikið að gera hjá okkur á miðvikudagskvöldum – á öllum veitingastöðum bæjarins og svo er bláa kirkjan með tónleika á miðvikudögum. Mesta lífið í kringum ferjuna er því á miðvikudagskvöldinu.“ Leggja leið sína yfir FjarðarheiðinaSigfríð segir að aðrir ferðamenn leggi einnig leið sína til bæjarins. „Fólk sem er til að mynda á hringferð um landið fer alveg yfir Fjarðarheiðina til að heimsækja Seyðisfjörð. Við erum mjög vel auglýst, líkt og á TripAdvisor og Lonely Planet og svo framvegis. Fólk gerir sér alveg ferð yfir. Fólk er yfirleitt mjög ánægt og margir mjög hissa á hvað svona lítill bær eins og Seyðisfjörður hefur upp á margt að bjóða.“ Mikill listabærSigfríð segir ferðamennina vera mjög spennta fyrir veitingastöðunum bæjarins. „Þeir eru fyrsta flokks í þessum bæ. Það er nýopnaður sushi-staður sem kemur mjög sterkur inn. Svo er Skaftfell Bistro með léttan matseðil og svo er flottur a la carte veitingastaður á hótelinu hjá okkur. Auk þess er vertinn í bænum, sem er með barinn, líka farinn að grilla. Það er því margt í borði og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þetta er líka mjög mikill listabær þannig að það eru því alltaf einhverjar listasýningar í gangi. Svo er líka mjög vinsælt að fara í göngutúra hérna, til að mynda upp að Tvísöng, sem er hljóðskúlptúr sem listamaður bjó til hérna í fjallshlíðinni.“ Frá Seyðisfirði.Mynd/Andrea Harris LungA-vikan í fullum gangiSigfríð segir að þegar skemmtiferðaskipin komi inn fjörðinn séu hótelið og veitingastaðirnir hálfgerð upplýsingamiðstöð þar sem ferðamennirnir spyrja hvað hægt sé að gera í bænum. „Við erum með sundlaug líka svo það er alltaf hægt að finna eitthvað fyrir alla. Þetta er dásamlegur bær og það skiptir gríðarlegu máli að fá allt þetta unga fólk til að vinna að list sinni í LungA-vikunni sem nú stendur sem hæst. Það er „attraction“, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Hátíðin er þannig að allir geta notið.“ Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi LungA Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira