Öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli greindi ekki gervisprengjur eftirlitsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 18:30 Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira