Fleiri glerhótel Pawel Bartoszek skrifar 18. júlí 2015 12:28 „Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
„Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar