Hólmbert: Atvinnumennskan er erfiðari en fólk heldur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:58 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn heim eftir atvinnumennsku hjá skoska liðinu Celtic og danska liðinu Bröndby og skrifaði i gær undir tveggja og hálfs árs samning við Pepsi-deildarlið KR. Valtýr Björn Valtýsson ræddi við þennan 22 ára framherja í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég fór á fund með KR og þeir heilluðu mig mjög mikið. Allt í kringum klúbbinn er mjög fagmannlegt þannig að ég ákvað að taka KR," sagði Hólmbert. Hólmbert valdi á endanum á milli KR og Breiðabliks en hann fór yfir málin með föður sínum á lokasprettinum. „Ég hitti Blika fyrir tveimur dögum og leyst líka mjög vel á það sem þeir voru að bjóða. Þetta var bara spurning um hvað ég vildi gera og ég tók KR í þetta skiptið," sagði Hólmbert. Valtýr Björn spurði Hólmbert um hvað það hafi verið við útlandið sem heillaði hann ekki. „Það heillaði mig í rauninni allt en þetta er bara erfiðara en fólk heldur. Þetta tók líka á mig andlega því þetta er ekki alltaf dans á rósum. Ég var kominn með mikinn kvíða og vildi bara núllstilla mig með því að koma heim," sagði Hólmbert. „Ég hefði getað farið í Kópavoginn en KR heillaði mig mjög mikið og því ákvað ég að koma frekar í Vesturbæinn," sagði Hólmbert. „KR er stórveldi á Íslandi og þeir reyna að vinna alla titla sem eru í boði á hverju einasta ári. Það heillaði mig að koma inn í þannig umhverfi og reyna að hjálpa þeim í því," sagði Hólmbert. Fyrsti leikur hans með KR gæti verið á móti FH en það er fyrsti leikur KR eftir að Hólmbert verður orðinn löglegur. „Það ætti að vera mjög spennandi. FH-ingarnir eru með frábært lið og eru á toppnum í deildinni í dag. Það verður góð frumraun fyrir mig," sagði Hólmbert. „Ég er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við KR og það er bara það sem ég er að hugsa um í rauninni eins og er. Ef möguleiki á atvinnumennsku opnast þá kíki ég bara á það ef ég er tilbúinn í það. Nú ætla ég bara að vera heima og fara að njóta þess að spila fótbolta aftur," sagði Hólmbert. Það er hægt að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn heim eftir atvinnumennsku hjá skoska liðinu Celtic og danska liðinu Bröndby og skrifaði i gær undir tveggja og hálfs árs samning við Pepsi-deildarlið KR. Valtýr Björn Valtýsson ræddi við þennan 22 ára framherja í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég fór á fund með KR og þeir heilluðu mig mjög mikið. Allt í kringum klúbbinn er mjög fagmannlegt þannig að ég ákvað að taka KR," sagði Hólmbert. Hólmbert valdi á endanum á milli KR og Breiðabliks en hann fór yfir málin með föður sínum á lokasprettinum. „Ég hitti Blika fyrir tveimur dögum og leyst líka mjög vel á það sem þeir voru að bjóða. Þetta var bara spurning um hvað ég vildi gera og ég tók KR í þetta skiptið," sagði Hólmbert. Valtýr Björn spurði Hólmbert um hvað það hafi verið við útlandið sem heillaði hann ekki. „Það heillaði mig í rauninni allt en þetta er bara erfiðara en fólk heldur. Þetta tók líka á mig andlega því þetta er ekki alltaf dans á rósum. Ég var kominn með mikinn kvíða og vildi bara núllstilla mig með því að koma heim," sagði Hólmbert. „Ég hefði getað farið í Kópavoginn en KR heillaði mig mjög mikið og því ákvað ég að koma frekar í Vesturbæinn," sagði Hólmbert. „KR er stórveldi á Íslandi og þeir reyna að vinna alla titla sem eru í boði á hverju einasta ári. Það heillaði mig að koma inn í þannig umhverfi og reyna að hjálpa þeim í því," sagði Hólmbert. Fyrsti leikur hans með KR gæti verið á móti FH en það er fyrsti leikur KR eftir að Hólmbert verður orðinn löglegur. „Það ætti að vera mjög spennandi. FH-ingarnir eru með frábært lið og eru á toppnum í deildinni í dag. Það verður góð frumraun fyrir mig," sagði Hólmbert. „Ég er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við KR og það er bara það sem ég er að hugsa um í rauninni eins og er. Ef möguleiki á atvinnumennsku opnast þá kíki ég bara á það ef ég er tilbúinn í það. Nú ætla ég bara að vera heima og fara að njóta þess að spila fótbolta aftur," sagði Hólmbert. Það er hægt að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira