Sorry, ég skil ekki stjórnmál Birgir Fannar skrifar 9. júlí 2015 16:20 Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Sama hvað ég hef reynt að skilja stjórnmál, þá einfaldlega tekst það ekki. Eitthvað mál kemur upp og ég les mér til um það en ég er engu nær. Tala nú ekki um ef það er einhver skandall, þá næ ég engan vegin að átta mig á því hvað málið snýst um. Ég les allar fréttir um málið en er engu nær um hversvegna málið er alvarlegt eða hvers vegna það skiptir máli. Því ég er alltaf að leita eftir ástæðu fyrir því að einhver sé á móti einhverju eða með einhverju en það virðist bara aldrei sjást. Svo les ég greinar um að þessi flokkur verði bara að gera þetta eða þessi flokkur hefði alls ekki átt að gera þetta. Það virðist aldrei skipta máli hvaða flokkur á í hlut, þeir eru alltaf að gera eitthvað kolrangt og þegar ég sé eitthvað svoleiðis vil ég forvitnast um hvað þeir gerðu rangt en viti menn, ég les um málið og veit ekkert frekar. Þegar ég les um eitthvað er voða gott að geta séð hvað vandamálið er og hversvegna einhver ber sig rangt og að það sé útskýrt greinilega. En það virðist bara aldrei geta verið fyllilega ljóst. Ég vissi aldrei almennilega um hvað lekamálið snérist, jú einhver gögn láku út og Hanna Birna hagaði sér eitthvað undarlega en ég vissi aldrei hver rótin var eða hversvegna þetta var svona mikið mál. Samt las ég fréttir af þessu statt og stöðugt en vissi samt aldrei hvað var málið. Svo þegar stjórnmálaumræðan fer að snúast um fjármál þá er mér endanlega lokið - eitthvað lækkaði um þetta mörg prósent eða hækkaði og ég er engu nær um hvaða áhrif það hefur á mig eða nokkurn annan. Svo reynir fréttatíminn að útskýra þetta með skífuritum og ég er engu nær. Rekst síðan á blogg þar sem einhver talar um hversvegna þessi hækkun átti alls ekki að gerast og allt er að fara í steik út af því og ég eftir sem áður er bara eitt stórt spurningamerki. Sem betur fer fyrir mig þá þarf ég ekkert að hafa vit á neinu af þessu þegar kemur að kosningum. Þá skyndilega birtast auðskiljanleg slagorð á hverju horni og þá skyndilega hef ég sterka skoðun á því hvern skal kjósa og hversvegna. Því það er allt lagt upp fyrir mig svo einfalt og skiljanlegt. Orð eins og heiðarleiki og velferð fara að sjást hvarvetna og ég kann vel við heiðarleika og vil að sjálfsögðu velferð. Bara góð og göfug gildi, hví ætti ég ekki að kjósa þau? Já, er ekki frábært að maður eins og ég sem skilur ekkert í stjórnmálum sé samt fyllilega hæfur til að kjósa hverjir eiga að vera í stjórn?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar