Launaseðill hjúkrunarfræðings Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2015 10:01 Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á. Ég útskrifaðist fyrir 7 árum síðan og hækkaði upp í þessi laun núna síðastliðin áramót og á því ekki von á því að hækka neitt í launum næstu 2 árin. Ég er í 90% vinnu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga í mjög krefjandi starfi sem krefst viðamikillar þekkingar og fagmennsku. Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyfjagjöf að halda þarfnast mikillar nákvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu. Við hjúkrunarfræðingar erum ekki með óraunhæfar kröfur. Við erum einfaldlega að biðja um að menntun okkar sé metin til launa líkt og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun. Einnig erum við með þá sjálfsögðu kröfu að árið 2015 sé kynbundnum launamun útrýmt. Árið 2015 verður það að vera raunhæfur möguleiki að „hin hefðbundnu kvennastörf“ geti eftir 4 ára krefjandi háskólagöngu verið fyrirvinnur á sínu heimili. Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum. Veljum hágæða heilbrigðiskerfi á Íslandi og semjum um réttlát laun í takt við menntun og ábyrgð og metum mannauðinn okkar að verðleikum áður en að það verður um seinan.Launaseðill Ingibjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á. Ég útskrifaðist fyrir 7 árum síðan og hækkaði upp í þessi laun núna síðastliðin áramót og á því ekki von á því að hækka neitt í launum næstu 2 árin. Ég er í 90% vinnu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga í mjög krefjandi starfi sem krefst viðamikillar þekkingar og fagmennsku. Að sinna mörgum sjúklingum í einu sem þurfa á flókinni krabbameinslyfjagjöf að halda þarfnast mikillar nákvæmni, kunnáttu og hæfni til þess að bregðast við öllum mögulegum fylgikvillum sem upp geta komið. Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu. Við hjúkrunarfræðingar erum ekki með óraunhæfar kröfur. Við erum einfaldlega að biðja um að menntun okkar sé metin til launa líkt og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun. Einnig erum við með þá sjálfsögðu kröfu að árið 2015 sé kynbundnum launamun útrýmt. Árið 2015 verður það að vera raunhæfur möguleiki að „hin hefðbundnu kvennastörf“ geti eftir 4 ára krefjandi háskólagöngu verið fyrirvinnur á sínu heimili. Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum. Veljum hágæða heilbrigðiskerfi á Íslandi og semjum um réttlát laun í takt við menntun og ábyrgð og metum mannauðinn okkar að verðleikum áður en að það verður um seinan.Launaseðill Ingibjargar.