Borgaði 46 milljónir til að veiða nashyrning í útrýmingarhættu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2015 13:03 Svartur nashyrningur. Vísir/AFP Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra. Namibía Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Í byrjun síðasta árs bauð Corey Knowlton 350 þúsund dali eða um 46,5 milljónir króna í leyfi til að veiða svartan nashyrning í Namibíu. Síðan þá hefur Knowlton orðið fyrir miklu aðkasti og hótunum og hefur honum jafnvel verið hótað dauða. Hann skaut dýrið í gær um einu og hálfu ári eftir að hann fékk leyfið. Veiðileyfið var gefið út af umhverfis- og ferðamálaráðuneyti Namibíu sem gefur út þrjú slík á hverju ári. Þá var það boðið upp af Dallas Safari Club, en Knowlton er frá Texas. Hann leyfði fréttamanni CNN og tökuliði að koma með sér í veiðiferðina. Knowlton segir að ástæða þess að hann hafi tekið CNN með sér sé að hann vilji að heimurinn sjái að hann sé ekki einhver blóðþyrstur Bandaríkjamaður. Heldur sé hann að taka þátt í viðleitni yfirvalda í Namibíu til að bjarga dýrunum frá útrýmingu. Samkvæmt CNN hefur ráðuneytið borið kennsl á 18 svarta nashyrninga sem uppfylla þau viðmið sem þarf til að leyfilegt sé að veiða þá. Þeir verða að hafa náð ákveðnum aldri og vera hættir að fjölga sér. Þar að auki verða þeir að teljast ógn við aðra yngri nashyrninga. Nashyrningurinn sem Knowlton skaut í gær hafði til dæmis drepið annan nashyrning í fyrra. Milljónunum 46 verður varið til varna gegn veiðiþjófum, en þeir eru helsta ógn svartra nashyrninga. Knowlton segir að það að fella eldri nashyrning sem ógni og jafnvel drepi aðra nashyrninga sé hluti af því ferli að verja nashyrningana. Knowlton segir að hann sé sjálfur að gera mun meira til að hjálpa nashyrningunum en þeir fjölmörgu sem gagnrýna hann svo heiftarlega. Hér að neðan má sjá hluta af sjónvarpsfrétt CNN en lýsingu á veiðiferðinni má lesa á heimasíðu þeirra.
Namibía Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira