Vigdís ósátt við Birgittu: „Var hún á Saga Class?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 10:00 Birgitta og Vigdís eru ekki sammála um ástand Ásmundar Einars í þinginu í gær. Vísir/Valli/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37