Hver hlustar á barnið þitt? Eygló Antonsdóttir. skrifar 27. febrúar 2015 07:11 Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar