Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 19:58 Á myndinni sést parið sem Ægir sá öldurnar hrifsa til sín. Vísir Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54