Að hindra framgang jarðýtunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum. Við eigum ekki að stela hvert frá öðru eða svíkja fé hvert af öðru og ekki að drepa fleiri en við treystum okkur til að borða sjálf, eins og Halldór Laxness orðaði það einhvern tímann. Við eigum að vera löghlýðin. Við gerum það hins vegar ekki fyrir lögreglumennina eða yfirvöldin í landinu heldur fyrir hvert annað og fyrir samfélagið við hvert annað; við þurfum að geta treyst hvert öðru, svona upp að vissu marki. Við búum ekki í lögregluríki þar sem geðþótti ræður aðgerðum og höfum alla jafnan ekki ástæðu til annars en að hlýða fyrirmælum laganna varða; það er í þágu samfélagsins að það sé gert og einstaklinganna sem njóta verndar laganna á ótal sviðum, hvort sem það er fatlaða fólkið sem nýtur sérstakra stæða þar sem öðrum er bannað eða almennir vegfarendur sem eru í lífshættu þegar stútur er undir stýri. Samfélagið hefur trúað lögreglumönnum fyrir gríðarlegu valdi. Þeim er falið ákaflega mikilsvert starf þar sem reynir á eiginleika á borð við sanngirni, visku, réttsýni, sálarstyrk, innri ró, þolinmæði og umfram allt virðingu fyrir öðru fólki og hvers kyns þankagangi, sem kann að virðast framandi eða ankannalegur. Ætli við hugsum ekki flest eitthvað á þessa leið, nema þá kannski helst þau okkar sem hyggja á lögbrot eða eru andvíg samfélaginu. Eitthvað sérstakt þarf til að hinn almenni borgari óhlýðnist skipunum lögreglunnar – eitthvað alveg sérstakt.Nímenningarnir nýju Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Frægt var það í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur tóku sér stöðu milli lögreglunnar og manna sem notfærðu sér upplausnarástandið til að hafa í frammi skefjalaust ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, meðal annars með því að kasta mannasaur í lögreglumenn. Mótmælendurnir sem þarna mynduðu vegg til að verja lögregluna höfðu sjálfir óhlýðnast ýmsum fyrirmælum – en ætli við sjáum ekki flest muninn á þessum tveimur ólíku hópum mótmælenda. Annars vegar fólk sem hafði ekki aðrar leiðir til að tjá reiði sína í garð stjórnvalda sem leitt höfðu hrun yfir land og þjóð – hins vegar bullur og ofbeldismenn. Á endanum sættu níu manns ákærðum eftir atburði kringum þinghúsið, en það reyndust ekki vera ofbeldismennirnir heldur mótmælendur sem vildu fá að komast á áhorfendapalla Alþingis og töldu sig hafa rétt til veru þar. Lengi vel var þetta fólk einu sakborningarnir í kjölfar Hrunsins sem auðræðið leiddi yfir land og þjóð. Og nú hafa fundist nýir níumenningar sem taldir eru ógna landsfriði, lögum og reglu og valdstjórninni. Búið er að ákæra níu manns fyrir að hindra framgang jarðýtunnar í Gálgahrauni. Þau eru ákærð fyrir kyrrstöðu, aðgerðarleysi, að standa ekki upp þegar þeim var sagt að standa upp. Þetta fólk vildi bíða eftir úrskurði réttmætra yfirvalda um það hvort vegalagning gegnum hraunið væri lögleg eður ei. Það taldi sig nauðbeygt til að óhlýðnast lögreglunni svo að tryggt yrði að ekki yrði óafturkræft rask í Gálgahrauni, sem svo reyndist ef til vill ólöglegt. Tekið var til þess hversu harkalega lögreglumenn gengu fram við aðgerðir sínar. Heyrst hefur um fruntaskap, leiðinlegt orðbragð og sýnilega andúð lögreglumanna á þessu fólki sem þarna lagði töluvert á sig til verndar svæði sem það hafði myndað sterk tilfinningatengsl við, enda var þarna um íbúa Álftaness og nágrennis að ræða.Neyðarréttur Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Þetta fólk sem hér er ákært – þetta er venjulegt fólk svona eins og það hugtak getur haft einhverja merkingu; engir breskir flugumenn þarna á snærum leyniþjónustu eða mótmælamálaliðar, bara kórstjórnendur og píanókennarar á eftirlaunum, listafólk, lögmenn, gamlir stjórnmálamenn, náttúrufræðingar; raunverulegt fólk með raunverulegar áhyggjur af raunverulegu umhverfi. Af hverju taka grandvarir Álftnesingar, sem aldrei hafa komist í kast við lögin, sig upp á köldum og vindasömum degi til þess að setjast niður úti í hrauni til þess að horfast í augu við æðandi jarðýtur og skaprauna önugum löggum? Það er meira en að segja það fyrir flestalla að standa í slíku. Ástæðan er þessi: Þetta fólk taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar sem borgararnir hafa þegar þeir hafa rökstudda ástæðu til að ætla að yfirvöld fari fram með offorsi. Mótmæli eru iðulega eina úrræði hins valdalausa borgara til þess að koma á framfæri vilja sínum og varnaðarorðum þegar honum sýnist stefna í óefni. Lögreglumenn verða að virða þennan rétt og haga störfum sínum í samræmi við það. Rétturinn til mótmæla er heilagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum. Við eigum ekki að stela hvert frá öðru eða svíkja fé hvert af öðru og ekki að drepa fleiri en við treystum okkur til að borða sjálf, eins og Halldór Laxness orðaði það einhvern tímann. Við eigum að vera löghlýðin. Við gerum það hins vegar ekki fyrir lögreglumennina eða yfirvöldin í landinu heldur fyrir hvert annað og fyrir samfélagið við hvert annað; við þurfum að geta treyst hvert öðru, svona upp að vissu marki. Við búum ekki í lögregluríki þar sem geðþótti ræður aðgerðum og höfum alla jafnan ekki ástæðu til annars en að hlýða fyrirmælum laganna varða; það er í þágu samfélagsins að það sé gert og einstaklinganna sem njóta verndar laganna á ótal sviðum, hvort sem það er fatlaða fólkið sem nýtur sérstakra stæða þar sem öðrum er bannað eða almennir vegfarendur sem eru í lífshættu þegar stútur er undir stýri. Samfélagið hefur trúað lögreglumönnum fyrir gríðarlegu valdi. Þeim er falið ákaflega mikilsvert starf þar sem reynir á eiginleika á borð við sanngirni, visku, réttsýni, sálarstyrk, innri ró, þolinmæði og umfram allt virðingu fyrir öðru fólki og hvers kyns þankagangi, sem kann að virðast framandi eða ankannalegur. Ætli við hugsum ekki flest eitthvað á þessa leið, nema þá kannski helst þau okkar sem hyggja á lögbrot eða eru andvíg samfélaginu. Eitthvað sérstakt þarf til að hinn almenni borgari óhlýðnist skipunum lögreglunnar – eitthvað alveg sérstakt.Nímenningarnir nýju Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Frægt var það í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur tóku sér stöðu milli lögreglunnar og manna sem notfærðu sér upplausnarástandið til að hafa í frammi skefjalaust ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, meðal annars með því að kasta mannasaur í lögreglumenn. Mótmælendurnir sem þarna mynduðu vegg til að verja lögregluna höfðu sjálfir óhlýðnast ýmsum fyrirmælum – en ætli við sjáum ekki flest muninn á þessum tveimur ólíku hópum mótmælenda. Annars vegar fólk sem hafði ekki aðrar leiðir til að tjá reiði sína í garð stjórnvalda sem leitt höfðu hrun yfir land og þjóð – hins vegar bullur og ofbeldismenn. Á endanum sættu níu manns ákærðum eftir atburði kringum þinghúsið, en það reyndust ekki vera ofbeldismennirnir heldur mótmælendur sem vildu fá að komast á áhorfendapalla Alþingis og töldu sig hafa rétt til veru þar. Lengi vel var þetta fólk einu sakborningarnir í kjölfar Hrunsins sem auðræðið leiddi yfir land og þjóð. Og nú hafa fundist nýir níumenningar sem taldir eru ógna landsfriði, lögum og reglu og valdstjórninni. Búið er að ákæra níu manns fyrir að hindra framgang jarðýtunnar í Gálgahrauni. Þau eru ákærð fyrir kyrrstöðu, aðgerðarleysi, að standa ekki upp þegar þeim var sagt að standa upp. Þetta fólk vildi bíða eftir úrskurði réttmætra yfirvalda um það hvort vegalagning gegnum hraunið væri lögleg eður ei. Það taldi sig nauðbeygt til að óhlýðnast lögreglunni svo að tryggt yrði að ekki yrði óafturkræft rask í Gálgahrauni, sem svo reyndist ef til vill ólöglegt. Tekið var til þess hversu harkalega lögreglumenn gengu fram við aðgerðir sínar. Heyrst hefur um fruntaskap, leiðinlegt orðbragð og sýnilega andúð lögreglumanna á þessu fólki sem þarna lagði töluvert á sig til verndar svæði sem það hafði myndað sterk tilfinningatengsl við, enda var þarna um íbúa Álftaness og nágrennis að ræða.Neyðarréttur Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Þetta fólk sem hér er ákært – þetta er venjulegt fólk svona eins og það hugtak getur haft einhverja merkingu; engir breskir flugumenn þarna á snærum leyniþjónustu eða mótmælamálaliðar, bara kórstjórnendur og píanókennarar á eftirlaunum, listafólk, lögmenn, gamlir stjórnmálamenn, náttúrufræðingar; raunverulegt fólk með raunverulegar áhyggjur af raunverulegu umhverfi. Af hverju taka grandvarir Álftnesingar, sem aldrei hafa komist í kast við lögin, sig upp á köldum og vindasömum degi til þess að setjast niður úti í hrauni til þess að horfast í augu við æðandi jarðýtur og skaprauna önugum löggum? Það er meira en að segja það fyrir flestalla að standa í slíku. Ástæðan er þessi: Þetta fólk taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar sem borgararnir hafa þegar þeir hafa rökstudda ástæðu til að ætla að yfirvöld fari fram með offorsi. Mótmæli eru iðulega eina úrræði hins valdalausa borgara til þess að koma á framfæri vilja sínum og varnaðarorðum þegar honum sýnist stefna í óefni. Lögreglumenn verða að virða þennan rétt og haga störfum sínum í samræmi við það. Rétturinn til mótmæla er heilagur.