Mannréttindi og kirkjuheimsóknir Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 16. desember 2014 07:00 Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar