Eitt eilífðar smáblóm Sigríður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golden Globes Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Árið er 1966, hjarn yfir öllu og stjörnubjart. Afi og amma sitja hugfangin við útvarpstækið og hlusta á ítalska óperusöngvarann Caruso syngja. Amma þurrkar tár af hvarmi og þó ég sé bara fimm ára gæti ég þess vel að trufla þau ekki. Stundin er mögnuð. Mínar fyrstu minningar hverfast flestar um útvarp enda ætlaði ég að verða Ingibjörg Þorbergs þegar ég yrði stór. Ingibjörg sá um barnatímann og var mín helsta fyrirmynd utan fjölskyldunnar. Amma og afi höfðu ekki tækifæri til langrar skólagöngu en fáum hef ég kynnst sem hafa verið betur menntaðir. Þeirra háskóli var Rás 1 og síðar Sjónvarpið. Nutu menningar, lærðu um nýjustu undur í heimi vísinda og afi æpti og sló sér á lær í hita leiksins yfir fótboltalýsingum. Þau voru stolt framsóknarfólk og ég veit að þau yrðu sorgmædd yfir aðgerðum núverandi stjórnvalda. Þau skildu hlutverk almannaútvarps og vissu hve mikilvægt það er þegar kemur að sjálfsmynd þjóðar. Hartnær hálfri öld síðar bý ég í London, vinn sem verktaki fyrir RÚV og fæ fyrir tilstilli Sambíóanna einstakt tækifæri til að taka sjónvarpsviðtöl fyrir Djöflaeyjuna við frægustu kvikmyndaleikara heims. Á gömlu og virðulegu hóteli sit ég innan um sjónvarpsfólk víðsvegar að úr heiminum og eins og gengur berum við saman bækur okkar. Þeim finnst magnað að frá jafn fámennri þjóð og Íslandi komi heimsfrægir listamenn og spyrja mikið út í menningu landsins. Meðan á spjallinu stendur komumst við að því að kollegar mínir eru á allt að nífalt hærri launum fyrir þennan dag. Sama hvort þau koma frá Sviss, Írlandi, Ísrael eða Noregi. Ég er sú eina sem borga ferðakostnað úr eigin vasa, er ekki með síma á vegum vinnustaðarins né nokkur önnur hlunnindi. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er að nú þegar ég er ekki lengur fastráðinn starfsmaður hef ég þörf fyrir að benda á að hjá RÚV starfar vinnulúið fólk fyrir afskaplega lág laun. Í nóvember árið 2008 var öllum gert að skrifa undir plagg þar sem viðkomandi samþykkti strípuð laun án greiðslu fyrir yfirvinnu þó vinnuálagið myndi aukast. Ef starfsmenn skrifuðu ekki undir var litið á það sem uppsögn. Næstu ár gerðum við okkar besta til að hlustendur yrðu sem minnst varir við breytingar. Nokkuð er síðan aftur var farið að greiða fyrir yfirvinnu en síðan hefur starfsmönnum fækkað mikið. Ég er full aðdáunar á fyrrum samstarfsmönnum mínum sem reyna af veikum mætti að halda dagskrá RÚV í horfinu, búa til frábæra þætti þó sífellt þurfi að skila meiri vinnu og það sé nánast orðið ógerlegt að vanda sig jafn mikið og nauðsynlegt er.Afdrifaríkar afleiðingar Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að breytingarnar hafi afdrifaríkar afleiðingar. Eins og komið hefur fram borga Íslendingar nú þegar lægra útvarpsgjald en nágrannaþjóðir, auk þess sem RÚV fær aðeins hluta útvarpsgjaldsins. Listamenn á borð við Mugison og Skálmöld hafa bent á mikilvægi almannaútvarps; að þeir hefðu einfaldlega ekki náð eyrum þjóðarinnar án þess. Í framhaldi af því vil ég benda á menningarverðmæti í safni útvarpsins sem eru í mikilli hættu núna. Ef ekki væri fyrir RÚV þykir mér ólíklegt að til væru viðtöl við Björk og Sigur Rós að taka sín fyrstu skref. Nærtækasta dæmið er Jóhann Jóhannsson sem nú er tilnefndur til hinna virtu Golden Globe-verðlauna fyrir kvikmyndatónlist. Í safni RÚV má finna fjölmörg viðtöl við hann sem hafa verið tekin gegnum tíðina. Viðtöl frá því áður en hann varð þekktur. Ég efast um að aðrir ljósvakamiðlar búi yfir slíkum fjársjóði. Fjársjóði sem er í eigu þjóðarinnar. Kæru þingmenn! Mikið myndi það gleðja mig ef þið, allir sem einn, mynduð skoða hvernig hefur farið fyrir þjóðum sem ekki eiga almannaútvarp, hafa aldrei átt eða glatað því. Ég ætla ekki að nefna þessar þjóðir, þið finnið út úr þessu. Jólaóskin mín er sú að RÚV fái að halda reisn sinni sem almannaútvarp svo allir hafi sama tækifæri til að njóta menntunar þess og menningar og við höldum áfram að eiga listamenn sem bera þjóðinni okkar fagurt vitni jafnt heima fyrir sem á erlendri grundu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun