Jólahefð eða innræting? Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. desember 2014 07:00 Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar