Alþingi ekki í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna Jón Þór Ólafsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana forgangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sammála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismálum voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heilbrigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þingmenn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana forgangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sammála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismálum voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heilbrigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þingmenn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar