Stjórnin ekki staðið við stóru orðin Björgvin Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun