Áfengi í matvöruverslanir – skref aftur á bak? Þóra Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar