Landspítali – háskólasjúkrahús í miklum vanda Yfirlæknar á Landspítala skrifar 23. október 2014 07:00 Læknar hafa, líkt og aðrir starfsmenn Landspítala, þungar áhyggjur af þróun mála á stærsta vinnustað landsins. Við metum stöðuna þannig að um alvarlegan bráðavanda sé að ræða sem bregðast þurfi við án tafar. Við vitum að slæm staða Landspítala er almenningi ekki að skapi, enda vilja allir Íslendingar geta reitt sig á þjónustu spítalans þegar á þarf að halda.Fyrirheitin Landsmenn fylktu liði um þjóðarsjúkrahúsið á síðasta ári. Þingmenn úr öllum flokkum skynjuðu þungann í málflutningnum og endurskoðuðu forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu sem þá var til afgreiðslu. Fyrir vikið komst spítalinn tímabundið fyrir vind og það lofaði góðu fyrir sjúklinga okkar og starfsfólk. Flestir héldu að botninum væri náð, enda ætluðu þingmenn allra flokka að fylkja sér um að viðhalda nauðsynlegri þjónustu spítalans. Nú er liðið ár og fyrirheitin um að snúa þróuninni við virðast gleymd eða eru í besta falli mjög óljós. Komi til frekari niðurskurðar á þessu ári samhliða verkföllum er óhjákvæmilegt að landsmenn búi sig undir skerta þjónustu strax á næsta ári.Margþættur vandi Vandi spítalans er margþættur. Ítrekað hefur komið fram að tækjakostur spítalans er víða úreltur og sífelldar bilanir daglegt brauð. Húsnæði sumra deilda er heilsuspillandi og aðstaða sjúklinga og starfsfólks ófullnægjandi. Til dæmis er skortur á viðunandi salernisaðstöðu (aðeins 4% salerna standast byggingarreglugerð), sem eykur smithættu. Það er einnig staðreynd að illa gengur að fá íslenska lækna sem lokið hafa sérnámi erlendis til að ráða sig á Landspítala. Ekki veldur síður áhyggjum að ungir sérfræðingar sem flutt hafa heim til Íslands flytja í vaxandi mæli aftur utan eða íhuga að flytja af landi brott. Það tekur um 15 ár að mennta hvern sérfræðing frá upphafi læknanáms. Þegar mest kreppti að í þjóðfélaginu tókst að halda rekstri spítalans í jafnvægi með hagræðingu en einnig gríðarlegu aðhaldi og niðurskurði. Í reynd var tekið lán hjá framtíðinni því viðhald húsnæðis var ófullnægjandi og bráðnauðsynlegri endurnýjun slegið á frest. Tækjakostur fór því niður fyrir öryggismörk og vinnuaðstaða og kjör heilbrigðisstarfsfólks urðu óviðunandi og ósamkeppnishæf. Það er löngu komið að skuldadögum og úrræðaleysi og ákvarðanafælni gerir illt verra. Frestun á úrbótum og uppbyggingu við ríkjandi aðstæður yrði í reynd enn ein lántakan2.Viðvarandi undirfjármögnun Ljóst er að fjárveiting til Landspítala samkvæmt nýlegu fjárlagafrumvarpi nægir ekki til þess að reka spítalann á næsta ári miðað við óbreytta starfsemi. Á síðasta ári fengust eftir mikla baráttu 1.700 milljónir aukalega til reksturs spítalans. Mest af því fé fór í launaleiðréttingar samkvæmt kjarasamningum og í jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar. Kostnaður við aukavaktir jókst einnig vegna mikils álags á hjúkrunarfræðinga og taka þurfti fé úr rekstri til að sinna bráðaviðhaldi á leku húsnæði. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er rekstrarfé aukið um 120 milljónir sem nemur aðeins 0,26% af rekstrarfé spítalans. Slík viðbót er langt undir þeim 4-5% (allt að 2.000 milljónir) sem þarf til að halda sjó í rekstri spítalans. Þörf er á 1.000 milljónum til viðhalds á húsnæði, en viðhaldskostnaður lekra og heilsuspillandi bygginga verður sífellt meira íþyngjandi. Þetta er sýnu alvarlegra þar sem stöðugur niðurskurður hefur staðið yfir í meira en áratug á spítalanum. Þannig eru framlög til sjúkrahússins samkvæmt fjárlagafrumvarpi um 10% lægri á raunverði en árið 2008, þrátt fyrir að verkefni spítalans hafi aukist. Ekkert hinna stærri ríkisfyrirtækja hefur þurft að draga jafn mikið úr rekstri í hruninu og Landspítalinn.Lekar byggingar Eins og kemur glöggt fram í tveim nýlegum skýrslum Landlæknisembættisins um starfsemi, mannauð og húsnæði á Landspítala1, má víða finna alvarlega bresti í aðbúnaði sjúklinga. Einnig er mönnun lækna á ýmsum sviðum spítalans komin fram á ystu nöf, t.d. í krabbameinslækningum og nýrnalækningum. Stöðuhlutföll hafa farið ört lækkandi í hjartalækningum þar sem hjartalæknar velja að starfa á eigin læknastofum fremur en á Landspítala. Ekki er staðan betri á myndgreiningardeild spítalans sem er undirstöðudeild á sjúkrahúsinu. Þannig má lengi telja. Á öllum ofangreindum deildum er hætta á að álag á þá sérfræðinga og deildarlækna sem eru við störf verði óhóflegt og þeir muni smám saman gefast upp. Það yrði sennilega alvarlegasta og kostnaðarsamasta afleiðingin af hnignun spítalans.Spítali okkar allra Landspítali er spítali allra landsmanna2. Flestar fjölskyldur landsins hafa einhvern tíma þurft á almennri eða sérhæfðri þjónustu spítalans að halda á mikilvægum stundum og oft við erfiðar aðstæður. Sérhæfð þjónusta verður ekki veitt án sérhæfðs starfsfólks. Krafan um spítala sem ræður við hlutverk sitt er ekki „hreppapólitík“. Hún er krafa allra landsmanna. Eðlilega þurfa eldri Íslendingar mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Þetta er sá þjóðfélagshópur sem byggði upp samfélag okkar með hörðum höndum og ruddi þjóðinni leið til betra lífs. Við eigum þessum einstaklingum skuld að gjalda sem verður ekki velt yfir á framtíðina.Lokaorð Það er sameiginlegt baráttumál íbúa í öllum landshlutum, sjúkra og heilbrigðra, yngri sem eldri að spítali allra landsmanna sé öflugur og traustur. Raunsæi, áræðni og framtíðarsýn þarf til að tryggja sjúklingum nauðsynlega þjónustu í öruggu umhverfi. Lausnin felst ekki í því að senda sjúklinga úr landi til lækninga. Það er vond lausn og dýr fyrir sjúklinga, aðstandendur og þjóðarbúið í heild. Gríðarleg þekking er til staðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þennan mannauð má ekki undir neinum kringumstæðum missa úr landi. Styrkur íslenskrar heilbrigðisþjónustu hefur m.a. byggst á því að vel menntaðir sérfræðingar hafa snúið heim til starfa eftir margra ára nám og þjálfun við öndvegisstofnanir austan hafs og vestan. Ef sú nýliðun hættir horfum við fram á hnignun heilbrigðiskerfisins og skerta sérfræðiþjónustu sem afar erfitt verður að snúa við í náinni framtíð. 1) http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item24656/Uttektir-a-Landspitala 2) http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1653/PDF/r02.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Læknar hafa, líkt og aðrir starfsmenn Landspítala, þungar áhyggjur af þróun mála á stærsta vinnustað landsins. Við metum stöðuna þannig að um alvarlegan bráðavanda sé að ræða sem bregðast þurfi við án tafar. Við vitum að slæm staða Landspítala er almenningi ekki að skapi, enda vilja allir Íslendingar geta reitt sig á þjónustu spítalans þegar á þarf að halda.Fyrirheitin Landsmenn fylktu liði um þjóðarsjúkrahúsið á síðasta ári. Þingmenn úr öllum flokkum skynjuðu þungann í málflutningnum og endurskoðuðu forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu sem þá var til afgreiðslu. Fyrir vikið komst spítalinn tímabundið fyrir vind og það lofaði góðu fyrir sjúklinga okkar og starfsfólk. Flestir héldu að botninum væri náð, enda ætluðu þingmenn allra flokka að fylkja sér um að viðhalda nauðsynlegri þjónustu spítalans. Nú er liðið ár og fyrirheitin um að snúa þróuninni við virðast gleymd eða eru í besta falli mjög óljós. Komi til frekari niðurskurðar á þessu ári samhliða verkföllum er óhjákvæmilegt að landsmenn búi sig undir skerta þjónustu strax á næsta ári.Margþættur vandi Vandi spítalans er margþættur. Ítrekað hefur komið fram að tækjakostur spítalans er víða úreltur og sífelldar bilanir daglegt brauð. Húsnæði sumra deilda er heilsuspillandi og aðstaða sjúklinga og starfsfólks ófullnægjandi. Til dæmis er skortur á viðunandi salernisaðstöðu (aðeins 4% salerna standast byggingarreglugerð), sem eykur smithættu. Það er einnig staðreynd að illa gengur að fá íslenska lækna sem lokið hafa sérnámi erlendis til að ráða sig á Landspítala. Ekki veldur síður áhyggjum að ungir sérfræðingar sem flutt hafa heim til Íslands flytja í vaxandi mæli aftur utan eða íhuga að flytja af landi brott. Það tekur um 15 ár að mennta hvern sérfræðing frá upphafi læknanáms. Þegar mest kreppti að í þjóðfélaginu tókst að halda rekstri spítalans í jafnvægi með hagræðingu en einnig gríðarlegu aðhaldi og niðurskurði. Í reynd var tekið lán hjá framtíðinni því viðhald húsnæðis var ófullnægjandi og bráðnauðsynlegri endurnýjun slegið á frest. Tækjakostur fór því niður fyrir öryggismörk og vinnuaðstaða og kjör heilbrigðisstarfsfólks urðu óviðunandi og ósamkeppnishæf. Það er löngu komið að skuldadögum og úrræðaleysi og ákvarðanafælni gerir illt verra. Frestun á úrbótum og uppbyggingu við ríkjandi aðstæður yrði í reynd enn ein lántakan2.Viðvarandi undirfjármögnun Ljóst er að fjárveiting til Landspítala samkvæmt nýlegu fjárlagafrumvarpi nægir ekki til þess að reka spítalann á næsta ári miðað við óbreytta starfsemi. Á síðasta ári fengust eftir mikla baráttu 1.700 milljónir aukalega til reksturs spítalans. Mest af því fé fór í launaleiðréttingar samkvæmt kjarasamningum og í jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar. Kostnaður við aukavaktir jókst einnig vegna mikils álags á hjúkrunarfræðinga og taka þurfti fé úr rekstri til að sinna bráðaviðhaldi á leku húsnæði. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er rekstrarfé aukið um 120 milljónir sem nemur aðeins 0,26% af rekstrarfé spítalans. Slík viðbót er langt undir þeim 4-5% (allt að 2.000 milljónir) sem þarf til að halda sjó í rekstri spítalans. Þörf er á 1.000 milljónum til viðhalds á húsnæði, en viðhaldskostnaður lekra og heilsuspillandi bygginga verður sífellt meira íþyngjandi. Þetta er sýnu alvarlegra þar sem stöðugur niðurskurður hefur staðið yfir í meira en áratug á spítalanum. Þannig eru framlög til sjúkrahússins samkvæmt fjárlagafrumvarpi um 10% lægri á raunverði en árið 2008, þrátt fyrir að verkefni spítalans hafi aukist. Ekkert hinna stærri ríkisfyrirtækja hefur þurft að draga jafn mikið úr rekstri í hruninu og Landspítalinn.Lekar byggingar Eins og kemur glöggt fram í tveim nýlegum skýrslum Landlæknisembættisins um starfsemi, mannauð og húsnæði á Landspítala1, má víða finna alvarlega bresti í aðbúnaði sjúklinga. Einnig er mönnun lækna á ýmsum sviðum spítalans komin fram á ystu nöf, t.d. í krabbameinslækningum og nýrnalækningum. Stöðuhlutföll hafa farið ört lækkandi í hjartalækningum þar sem hjartalæknar velja að starfa á eigin læknastofum fremur en á Landspítala. Ekki er staðan betri á myndgreiningardeild spítalans sem er undirstöðudeild á sjúkrahúsinu. Þannig má lengi telja. Á öllum ofangreindum deildum er hætta á að álag á þá sérfræðinga og deildarlækna sem eru við störf verði óhóflegt og þeir muni smám saman gefast upp. Það yrði sennilega alvarlegasta og kostnaðarsamasta afleiðingin af hnignun spítalans.Spítali okkar allra Landspítali er spítali allra landsmanna2. Flestar fjölskyldur landsins hafa einhvern tíma þurft á almennri eða sérhæfðri þjónustu spítalans að halda á mikilvægum stundum og oft við erfiðar aðstæður. Sérhæfð þjónusta verður ekki veitt án sérhæfðs starfsfólks. Krafan um spítala sem ræður við hlutverk sitt er ekki „hreppapólitík“. Hún er krafa allra landsmanna. Eðlilega þurfa eldri Íslendingar mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Þetta er sá þjóðfélagshópur sem byggði upp samfélag okkar með hörðum höndum og ruddi þjóðinni leið til betra lífs. Við eigum þessum einstaklingum skuld að gjalda sem verður ekki velt yfir á framtíðina.Lokaorð Það er sameiginlegt baráttumál íbúa í öllum landshlutum, sjúkra og heilbrigðra, yngri sem eldri að spítali allra landsmanna sé öflugur og traustur. Raunsæi, áræðni og framtíðarsýn þarf til að tryggja sjúklingum nauðsynlega þjónustu í öruggu umhverfi. Lausnin felst ekki í því að senda sjúklinga úr landi til lækninga. Það er vond lausn og dýr fyrir sjúklinga, aðstandendur og þjóðarbúið í heild. Gríðarleg þekking er til staðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þennan mannauð má ekki undir neinum kringumstæðum missa úr landi. Styrkur íslenskrar heilbrigðisþjónustu hefur m.a. byggst á því að vel menntaðir sérfræðingar hafa snúið heim til starfa eftir margra ára nám og þjálfun við öndvegisstofnanir austan hafs og vestan. Ef sú nýliðun hættir horfum við fram á hnignun heilbrigðiskerfisins og skerta sérfræðiþjónustu sem afar erfitt verður að snúa við í náinni framtíð. 1) http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item24656/Uttektir-a-Landspitala 2) http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1653/PDF/r02.pdf
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar