Það verður að breyta starfsmannalögunum – seinni grein Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 15. október 2014 07:00 Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsmannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jónason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núverandi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðið vörð um heilbrigðiskerfið og hækkaði framlög til heilbrigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lögreglumönnum var fjölgað.Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skuggahliðum ríkisrekstrar; eineltisforstöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar.“ Síðan rekur þingmaður dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verðum að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vandans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markaðurinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtalsefni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmundur lýsir verði aldrei eftirsóttur á almenna markaðnum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltisstjórnendurnir njóta sérstakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir.Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmannalögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttindamál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhugavert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábendingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfirlýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð formanns BHM.Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi einkenna grein þessa valdamikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjármuni í þessa málaflokka við síðustu fjárlagagerð. Það þýðir einfaldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lögreglu. Á síðasta kjörtímabili fækkaði störfum á almenna markaðinum um nærri 9–16 þúsund. Opinberum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkisfjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfsmanna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni fór ég yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsmannalögin. Í þessari grein fer ég yfir viðbrögð við orðum mínum um umhverfi opinberra starfsmanna. Félagi Ögmundur Jónason sendi mér tóninn í Fréttablaðsgrein. Hann minnti á að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði sagt upp fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem og lögreglumönnum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra hélt því síðan fram að ég vilji auðvelda núverandi stjórnvöldum að gera slíkt hið sama. Þingmaðurinn flytur mál sitt gegn betri vitund. Ólíkt ríkisstjórn þeirri sem Ögmundur sat í og studdi hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðið vörð um heilbrigðiskerfið og hækkaði framlög til heilbrigðismála um 10 milljarða í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi. Og lögreglumönnum var fjölgað.Eineltisforstjórar Ögmundur nefndi hins vegar annað sem hefði átt að vekja athygli fjölmiðla. Sem formaður BSRB kynntist Ögmundur skuggahliðum ríkisrekstrar; eineltisforstöðumönnum en orðrétt sagði Ögmundur: „Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingar sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar.“ Síðan rekur þingmaður dæmi sem hann þekkir frá fyrri störfum sínum. Ég spyr, er í góðu lagi að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti? Mitt svar er nei, við verðum að breyta þessu umhverfi. Ég held því miður að Ögmundur hafi rétt fyrir sér og lýsi hluta vandans ágætlega. Það er fullkominn misskilningur að almenni markaðurinn einkennist af því háttalagi sem Ögmundur gerir að umtalsefni. Ég fullyrði að stjórnandi sem hagar sér eins og Ögmundur lýsir verði aldrei eftirsóttur á almenna markaðnum. Vandinn við núverandi fyrirkomulag hjá hinu opinbera er að eineltisstjórnendurnir njóta sérstakrar verndar. Það eru ekki almannahagsmunir.Varhugavert að ræða breytingar! Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, heldur því fram í grein hér í Fréttablaðinu að það sé jafnvel „varhugavert“ að ræða breytingar á starfsmannalögunum! Einhvern tíma hefðu slík ummæli verið kölluð tilraun til þöggunar en ég ætla nöfnu minni ekki slíkt. Í kjölfar síðasta kjarasamnings BHM er verið að ræða „lagaumhverfi og réttindamál – verkefni verði m.a. að fara yfir lagaumhverfi og kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna BHM hjá ríki“. Er það varhugavert? Ég sakna þess hins vegar að hún ræði ekki niðurstöður og ábendingar þeirrar skýrslu sem hún vitnar í. Það er að segja skýrslu Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál. Þetta snýst ekki einungis um hagræðingu. Ef marka má yfirlýsingar formanns BHM í Vísi 5. október þá líkar fólki ekki að vinna hjá hinu opinbera og flýr yfir í einkageirann. En í viðtali við hana kemur fram að „Starfsaldur fimmtíu prósent ungra háskólamenntaðra opinberra starfsmanna er eitt til fjögur ár og erfiðlega gengur að halda þeim í vinnu“. Getur verið að það sé eitthvað hjá einkageiranum sem er betra en hjá hinu opinbera? Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru með ríkisábyrgð og starfsöryggið miklu meira en annars staðar, en samt sem áður helst ríkinu ekki á starfsfólki ef marka má orð formanns BHM.Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi Grein framkvæmdastjóra SFR í Fréttablaðinu verður seint talin innlegg í málefnalega umræðu. Uppnefni, rangtúlkanir og ósannindi einkenna grein þessa valdamikla manns. Greinarhöfundur er líka mjög seinheppinn þegar hann ásakar mig og formann fjárlaganefndar um að vilja losna við heilbrigðisstarfsmenn og lögreglumenn, en við beittum okkur sérstaklega fyrir því að færa fjármuni í þessa málaflokka við síðustu fjárlagagerð. Það þýðir einfaldlega að mun meiri fjármunir voru til þess að ráða fólk í störf hjá heilbrigðisstofnunum og lögreglu. Á síðasta kjörtímabili fækkaði störfum á almenna markaðinum um nærri 9–16 þúsund. Opinberum starfsmönnum fjölgaði á árunum 2007–2011 skv. skýrslu sem gerð var fyrir Alþingi af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á ákveðnum sviðum opinbera rekstrarins var hins vegar mikil fækkun, nánar tiltekið heilbrigðisgeiranum og þá sérstaklega hjá Landspítalanum (500 manns) og hjá lögreglunni. Orð mín hafa vakið mikil viðbrögð og nokkrir hafa haft uppi stóryrði. Hvar var þetta yfirlýsingaglaða fólk á síðasta kjörtímabili? Þá var stefnan að hlífa öllum nema heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglumönnum. Aðalatriðið er að við verðum að nýta opinbera fjármuni betur, við verðum að forgangsraða í ríkisfjármálum. Það er ekki andstætt hagsmunum opinberra starfsmanna. Þvert á móti er það hagur allra að umhverfi opinberra starfsmanna verði aðlaðandi og hvetji fólk til að starfa þar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar