„Ríka fólkið“ Willum Þór Þórsson skrifar 26. september 2014 07:00 Í fréttatilkynningu ASÍ sl. föstudag, undir fyrirsögn „Ríkisstjórn ríka fólksins“, er því haldið fram að stjórnvöld leggi kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri. Finna má í haggögnum upplýsingar um að vel yfir 90% félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði eru í efsta þrepi eða miðþrepi tekjuskatts. Meðalheildarlaun ASÍ-félaga á almennum vinnumarkaði voru 425 þúsund í maí 2013. Einungis um 3% af fullvinnandi launamönnum á Íslandi voru með heildarlaun undir 250 þúsund krónum á árinu 2013. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 526 þúsund á því ári. Þetta er sem sagt „ríka fólkið“ sem ríkisstjórnin eflir með skattalækkunum í því skyni að auka verðmætasköpun og bæta hag allra. „Ríka fólkið“ sem ASÍ nefnir svo í slagorðaskyni eru félagsmenn ASÍ í þessum skilningi. Ríkisstjórnin byggir stefnu sína á að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa. Þetta hefur gengið eftir eins og hagtölur sýna glöggt. Aukin verðmætasköpun og minni skuldir heimila leiða til bættrar stöðu allra tekjuhópa. ASÍ ber enda ekki brigður á það í fréttatilkynningu sinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni skila heimilunum 40 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur á þessu ári og næsta, eða sem svarar um 5% aukningu ráðstöfunartekna. Þetta er gríðarleg aukning ráðstöfunartekna á stuttum tíma. Auknar ráðstöfunartekjur vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar koma til vegna leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna, lægri skatta og afnáms vörugjalda. Lægri skattar og minni skuldir koma þeim til góða með beinum hætti sem greiða skatta og skulda húsnæðislán. Meiri verðmætasköpun sem leiðir af lægri sköttum, einfaldara skattkerfi og minni skuldum kemur hins vegar öðrum hópum til góða og gefur færi á frekari aðgerðum til að bæta hag þeirra.Bæta kjör alls launafólks Aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæta kjör alls launafólks. Leiðrétting húsnæðislána kemur þeim skuldurum best sem minnstar hafa tekjurnar. Leiðréttingin nemur að meðaltali ríflega þriðjungi árstekna heimila með undir 330 þúsund í mánaðartekjur á meðan hún nemur um 8% af árstekjum tekjuhæstu heimila. Tæplega tveir þriðju hlutar leiðréttingarinnar fara til heimila með mánaðartekjur undir 670 þúsund. Leiðréttingin mun því gagnast félagsmönnum ASÍ afar vel. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að framlög til almannatrygginga, (þ.e. lífeyristryggingar og félagsleg aðstoð) aukast um 2,4 milljarða, að frátöldum bótahækkunum en þær nema um 3 milljörðum til viðbótar. Hér er um að ræða hækkun á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingu á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Ósanngjarn auðlegðarskattur, sem settur var á tímabundið af síðustu ríkisstjórn, var ekki framlengdur. Að auki má nefna aðrar skattabreytingar í tíð ríkisstjórnarinnar, svo sem nýtingu séreignarsparnaðar sem ráðstafað er til íbúðakaupa og til lækkunar á höfuðstól, aukna tekjutengingu barnabóta, stimpilgjöld felld niður af lánsskjölum við fasteignakaup, tryggingagjald lækkað og virðisaukaskattur lækkaður af bleium. Því fer fjarri að ríkisstjórnin þjóni hagsmunum best stæðu heimila landsins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nýtast öllum launamönnum. Sú staðreynd að tekjufrumvarp fjárlaganna hefur aldrei komið jafn snemma fram gefur aukið svigrúm til samvinnu stjórnvalda og samtaka launþega til að tryggja áframhaldandi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í fréttatilkynningu ASÍ sl. föstudag, undir fyrirsögn „Ríkisstjórn ríka fólksins“, er því haldið fram að stjórnvöld leggi kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri. Finna má í haggögnum upplýsingar um að vel yfir 90% félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði eru í efsta þrepi eða miðþrepi tekjuskatts. Meðalheildarlaun ASÍ-félaga á almennum vinnumarkaði voru 425 þúsund í maí 2013. Einungis um 3% af fullvinnandi launamönnum á Íslandi voru með heildarlaun undir 250 þúsund krónum á árinu 2013. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 526 þúsund á því ári. Þetta er sem sagt „ríka fólkið“ sem ríkisstjórnin eflir með skattalækkunum í því skyni að auka verðmætasköpun og bæta hag allra. „Ríka fólkið“ sem ASÍ nefnir svo í slagorðaskyni eru félagsmenn ASÍ í þessum skilningi. Ríkisstjórnin byggir stefnu sína á að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa. Þetta hefur gengið eftir eins og hagtölur sýna glöggt. Aukin verðmætasköpun og minni skuldir heimila leiða til bættrar stöðu allra tekjuhópa. ASÍ ber enda ekki brigður á það í fréttatilkynningu sinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni skila heimilunum 40 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur á þessu ári og næsta, eða sem svarar um 5% aukningu ráðstöfunartekna. Þetta er gríðarleg aukning ráðstöfunartekna á stuttum tíma. Auknar ráðstöfunartekjur vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar koma til vegna leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna, lægri skatta og afnáms vörugjalda. Lægri skattar og minni skuldir koma þeim til góða með beinum hætti sem greiða skatta og skulda húsnæðislán. Meiri verðmætasköpun sem leiðir af lægri sköttum, einfaldara skattkerfi og minni skuldum kemur hins vegar öðrum hópum til góða og gefur færi á frekari aðgerðum til að bæta hag þeirra.Bæta kjör alls launafólks Aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæta kjör alls launafólks. Leiðrétting húsnæðislána kemur þeim skuldurum best sem minnstar hafa tekjurnar. Leiðréttingin nemur að meðaltali ríflega þriðjungi árstekna heimila með undir 330 þúsund í mánaðartekjur á meðan hún nemur um 8% af árstekjum tekjuhæstu heimila. Tæplega tveir þriðju hlutar leiðréttingarinnar fara til heimila með mánaðartekjur undir 670 þúsund. Leiðréttingin mun því gagnast félagsmönnum ASÍ afar vel. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að framlög til almannatrygginga, (þ.e. lífeyristryggingar og félagsleg aðstoð) aukast um 2,4 milljarða, að frátöldum bótahækkunum en þær nema um 3 milljörðum til viðbótar. Hér er um að ræða hækkun á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingu á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Ósanngjarn auðlegðarskattur, sem settur var á tímabundið af síðustu ríkisstjórn, var ekki framlengdur. Að auki má nefna aðrar skattabreytingar í tíð ríkisstjórnarinnar, svo sem nýtingu séreignarsparnaðar sem ráðstafað er til íbúðakaupa og til lækkunar á höfuðstól, aukna tekjutengingu barnabóta, stimpilgjöld felld niður af lánsskjölum við fasteignakaup, tryggingagjald lækkað og virðisaukaskattur lækkaður af bleium. Því fer fjarri að ríkisstjórnin þjóni hagsmunum best stæðu heimila landsins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nýtast öllum launamönnum. Sú staðreynd að tekjufrumvarp fjárlaganna hefur aldrei komið jafn snemma fram gefur aukið svigrúm til samvinnu stjórnvalda og samtaka launþega til að tryggja áframhaldandi stöðugleika og aukinn kaupmátt.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun