Fréttnæmur framúrakstur Páll Jakob Líndal skrifar 20. september 2014 07:00 Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haustmorgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Melasveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvanneyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkrar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafalaust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo einfalt er það. Hvað kallast það framferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennskubrjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugsunarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitthvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef rammgerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferðarreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðarmenningu – öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Jakob Líndal Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haustmorgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Melasveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvanneyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkrar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafalaust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo einfalt er það. Hvað kallast það framferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennskubrjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugsunarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitthvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef rammgerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferðarreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðarmenningu – öllum til heilla.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun