Heldur EES-samningurinn velli? Björgvin Guðmundsson skrifar 1. september 2014 00:00 Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun