Ekki ein ríkisleið að styttra námi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun