Mótfallinn styttingu náms Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 22:08 Breytingar í farvatninu MR stefnir að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Rektor Menntaskólans í Reykjavík (MR) er mótfallinn því að öllum framhaldsskólum landsins sé gert að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. „Við viljum hafa kerfið opið og sveigjanlegt, að það séu ekki allir skólar steyptir í sama mót,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Rektor segir að sé unnið að nýrri fjögurra ára námsskrá því skólinn stefni að því að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám við skólann að fengnu samþykki menntamálaráðherra. „Við erum að vinna að því núna að fá samþykki ráðherrans,“ segir Yngvi og bendir á að MR hafi á árunum 2007 og 2008 verið með tilraunaverkefni sem fólst í að bjóða nemendum úr níunda bekk grunnskólans skólavist í MR. Þetta hafi verið nemendur sem hafi verið búnir að ljúka hluta af námi tíunda bekkjar og MR hafi brúað það sem upp á vantaði. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu nú að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi.Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík er mótfallinn því að menntaskólanám sé stytt en hann vill aukinn sveigjanleika.Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri, segir skólann vera að vinna að gerð nýrrar námsskrár svo hægt verði að bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur árum frá og með næsta skólaári. „Við erum að endurskoða námsskrána. Það verk hófst raunar á síðasta skólaári en tafðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara,“ segir Jón Már. Hann segir að sér lítist vel á að geta boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra. „Þetta þarf ekki að vera snúið. Þetta reynir fyrst og fremst á að menn hugsi út fyrir rammann,“ segir Jón Már. Síðasti árgangurinn sem er að hefja nám í framhaldsskólum í haust kemur að stærstum hluta til með að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að flestir þeir sem innrita sig í framhaldsskóla ljúki því á þremur árum.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á styttingu náms til stúdentsprófs og raunar hefur ekki þurft ráðherraskipun því með tilkomu áfangakerfisins í framhaldsskólum hefur þeim fjölgað til muna sem ljúka námi á styttri tíma en fjórum árum. Af þeim sem innrituðust árið 2007 í framhaldsskóla luku 23 prósent þeirra sem fóru í áfangaskóla námi á skemmri tíma en fjórum árum. Að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Skólameistarafélagsins, hefur nemendum sem hafa lokið stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum farið fjölgandi. Ólafur segir að stytting námsins kalli á breytingar á grunnskipulagi skólanna, áföngum til stúdentsprófs fækki en honum líst vel á fyrirhugaðar breytingar. „Mér líst vel á að námið verði stytt í þrjú ár. Þegar það verður orðið að veruleika þá á þeim nemendum eftir að fjölga talsvert sem útskrifast á tveimur árum,“ segir Ólafur.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira