Til hamingju með daginn! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar