Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. júlí 2014 11:00 Gunnar Pálsson Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira