Um flutning Fiskistofu Árni Páll Árnason skrifar 3. júlí 2014 07:00 Fiskistofumálið hefur margar hliðar. Það er gott að styðja við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum og það er ekkert sjálfgefið að öllum störfum sé markaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur Samfylkingin talað fyrir störfum án staðsetningar og sýnt þá stefnu í verki þegar ný verkefni hafa orðið til sem þurft hefur að leysa, til dæmis þegar þurfti að fjölga mjög þýðendum vegna aðildarumsóknarinnar. Þess vegna höfum við komið í gegn stórum áföngum til jöfnunar húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar og viljum ganga þar enn lengra. Þess vegna höfum við lagt höfuðáherslu á háhraðatengingar og samgöngubætur um allt land. Það er ekki jafn sjálfgefið að flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta. Reynslan hefur ekki sýnt að slíkar ákvarðanir eldist vel og tilraunir í þá veru hafa runnið út í sandinn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er greinilega óundirbúin og órökstudd. Engin greining hefur verið unnin á kostnaði og ábata og enginn veit hversu mörg störf eiga að flytjast norður. En ákvörðunin hefur þar fyrir utan á sér sérkennilegan brag. Það er eins og það sé orðið markmið forystu ríkisstjórnarinnar að gera út á þá togstreitu sem óhjákvæmilega er milli höfuðborgar og landsbyggðanna og magna hana sem kostur er, til að skapa flokkunum sérstöðu og auka fylgi þeirra í hinum dreifðu byggðum. „Við erum sko alvöru Íslendingar“ gæti verið einkunnarorð þessarar stefnu. Samband höfuðborgar og landsbyggða verður að byggja á gagnkvæmri virðingu. Höfuðborgin þarf á landsbyggðunum að halda og landsbyggðirnar á höfuðborginni. Landsbyggðirnar eiga undir högg að sækja og þurfa stuðnings við, enda býr fólk þar oftar við lakari kjör og félagslega stöðu. Við þurfum öfluga byggðastefnu sem byggir á bestu fáanlegri þekkingu, en ekki tilviljanakenndar ákvarðanir einstakra ráðherra í vinsældakapphlaupi. Það verður enginn meiri eða betri Íslendingur á að búa á einum stað eða öðrum og það er engum til góðs að kynda glæður óvildar að óþörfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskistofumálið hefur margar hliðar. Það er gott að styðja við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum og það er ekkert sjálfgefið að öllum störfum sé markaður staður á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur Samfylkingin talað fyrir störfum án staðsetningar og sýnt þá stefnu í verki þegar ný verkefni hafa orðið til sem þurft hefur að leysa, til dæmis þegar þurfti að fjölga mjög þýðendum vegna aðildarumsóknarinnar. Þess vegna höfum við komið í gegn stórum áföngum til jöfnunar húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar og viljum ganga þar enn lengra. Þess vegna höfum við lagt höfuðáherslu á háhraðatengingar og samgöngubætur um allt land. Það er ekki jafn sjálfgefið að flytja stofnanir með manni og mús milli landshluta. Reynslan hefur ekki sýnt að slíkar ákvarðanir eldist vel og tilraunir í þá veru hafa runnið út í sandinn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er greinilega óundirbúin og órökstudd. Engin greining hefur verið unnin á kostnaði og ábata og enginn veit hversu mörg störf eiga að flytjast norður. En ákvörðunin hefur þar fyrir utan á sér sérkennilegan brag. Það er eins og það sé orðið markmið forystu ríkisstjórnarinnar að gera út á þá togstreitu sem óhjákvæmilega er milli höfuðborgar og landsbyggðanna og magna hana sem kostur er, til að skapa flokkunum sérstöðu og auka fylgi þeirra í hinum dreifðu byggðum. „Við erum sko alvöru Íslendingar“ gæti verið einkunnarorð þessarar stefnu. Samband höfuðborgar og landsbyggða verður að byggja á gagnkvæmri virðingu. Höfuðborgin þarf á landsbyggðunum að halda og landsbyggðirnar á höfuðborginni. Landsbyggðirnar eiga undir högg að sækja og þurfa stuðnings við, enda býr fólk þar oftar við lakari kjör og félagslega stöðu. Við þurfum öfluga byggðastefnu sem byggir á bestu fáanlegri þekkingu, en ekki tilviljanakenndar ákvarðanir einstakra ráðherra í vinsældakapphlaupi. Það verður enginn meiri eða betri Íslendingur á að búa á einum stað eða öðrum og það er engum til góðs að kynda glæður óvildar að óþörfu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar