Orð hafa mátt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. júní 2014 07:00 Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar