Kjósum valfrelsi Halldór Halldórsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar