Takmarkaður efnahagslegur ávinningur Árni Páll Árnason skrifar 9. maí 2014 07:00 Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar