Afnám skuldafangelsis Gísli Tryggvason og Einar Gautur Steingrímsson skrifa 23. apríl 2014 11:00 Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Gautur Steingrímsson Gjaldþrot Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar