Stjórnarflokkarnir með 41% stuðning Brjánn Jónasson skrifar 3. mars 2014 08:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa horft á bak talsverðu fylgi frá kosningum. Fréttablaðið/GVA Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvæmt könnuninni.Fréttablaðið/DaníelBjört framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið. Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan. Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag. Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar. Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna. Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012. Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag. Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira