Ég er bara normið Vera Vonder Sölvadóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hildur Lilliendahl skrifaði grein sem birtist nýlega á Knúzinu og ber heitið Kvalarar. Greinin hennar fjallar um menn úr öllum stéttum samfélagsins sem beita kynferðislegu ofbeldi og hvernig tekið er á málum þeirra. Sumir og að mér skilst langflestir þeirra komast upp með dólgsháttinn og halda ótrauðir áfram en fórnarlömbin virðast seint eða aldrei bíða þess bætur. Í greininni fjallar Hildur meðal annars um kynferðislegt áreiti sem hún varð fyrir í æsku. Greinin snerti mig. Maðurinn sem um ræðir hafði haldið uppteknum hætti síðan hann áreitti Hildi í æsku og var auk þess farinn að standa í ritdeilum við hana á netinu. Raunar hafði hann í millitíðinni verið dæmdur í héraðsdómi fyrir að misnota börn og sat inni í fangelsi fyrir það. En kvalari Hildar hélt áfram. Það sem fær mig til að rita þessi orð núna er að það rifjaðist upp fyrir mér merkilegt símtal sem ég átti fyrir nokkru. Það var hringt í mig á vegum Háskóla Íslands og ég var beðin um að taka þátt í könnun á ofbeldi. Ég tek sárasjaldan þátt í könnunum og aðeins ef ég tel málstaðinn góðan og mér finnist ég geta veitt málefninu lið. Konan í símanum vildi spyrja mig spurninga um kynferðislegt áreiti. Fyrst spurði hún hvort ég hefði orðið fyrir slíku áreiti. Ég svaraði neitandi og spurningarnar urðu ítarlegri. Eftir að ég hafði svarað spurningum hennar bæði játandi og neitandi eftir bestu samvisku benti konan mér á að þó að ég hefði svarað fyrstu spurningunni neitandi hefði ég, miðað við svörin á þeim spurningum sem fylgdu á eftir, orðið fyrir ofbeldi.Dónakallarnir halda áfram Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna. Óteljandi athugasemdir hafa verið gerðar varðandi líkama minn af ókunnugum gaurum úti á götu. Ég get endalaust rifjað upp atvik eins og þessi sem ég hef ekki litið á sem áreiti eða ofbeldi. Þetta er normið fyrir mér. Enda hafa allar mínar vinkonur lent í svipuðum uppákomum. Eiginlega allar konur sem ég þekki, systur mínar, móðir, kunningjakonur, frænkur. Ég fann enga undantekningu. Við erum bara vanar þessu og dónakallarnir halda áfram. Eins og Hildur Lilliendahl tel ég mig vera sjálfstæða, með sterkar skoðanir og einbeittan vilja síðan ég var barn. Ég hef alltaf svarað fyrir mig og horft stíft á móti ef ég lendi í svona aðstæðum og komið ógeðsköllunum í skilning um að láta mig í friði. Þegar ég nenni. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað þurfti mikið til að koma mér í skilning um að það er ekkert eðlilegt við þetta. En ég hef auðvitað aldrei lent í neinu. Ég er bara normið.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun