Lífsgæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. janúar 2014 06:00 Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar