Heiðin jól eða heilög Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 30. desember 2014 18:17 Í aðdraganda þessara jóla hafa staðhæfingar um eðli og tilurð jólanna farið hátt á vefsíðum dagblaða, í ummælakerfum og á samfélagsmiðlum. Margt af því sem þar er sagt á við rök að styðjast en flest ber keim af upphrópunum ætlað að koma höggstað á hinn kristna sið. Sambærileg umræða hefur staðið yfir beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum hefur afhelgun hátíðarinnar verið í deiglunni um árabil og á Norðurlöndum hafa reglur um kirkjuferðir grunnskólabarna leitt af sér keimlíka umræðu og hér á landi. Það væri að æra óstöðugan fyrir guðfræðinga að ætla að leiðrétta allar þær rangfærslur sem birtast í almennri umræðu en ítrekað er því haldið fram að jólin séu í grunninn heiðin hátíð, sem kristnir menn hafi stolið af forfeðrum okkar. Slík fullyrðing er í besta falli einföldun en ber að svara, þar sem henni er ítrekað haldið á lofti til að koma höggstað á jólahald kirkjunnar. Tilurðarsaga kristins jólahalds er margræð og flókin en upphaf kristindómsins einkennist af trúarlegri deiglu þar sem ólíkir höfundar halda fram sérstöðu Jesú í þeim fjölbreyttu ritum sem leggja grunninn að Nýja testamentinu og skyldum bókmenntum þess. Guðspjöllin öll halda guðdómlegu eðli Jesú á lofti en fjalla um það með ólíkum hætti og fara ólíkar leiðir í að fjalla um hvernig að Jesús birtir okkur eðli Guðs. Inntak jólanna, sú hugmynd að Guð gerðist maður í Jesú Kristi, er upprunaleg kristnum átrúnaði. Fræðimenn á sviði biblíuvísinda hafa fyrir margt löngu lagt til hliðar þær hugmyndir að gyðingdómur og kristni hafi verið einsleit fyrirbæri í fornöld og að grísk-rómverskra áhrifa hafi ekki gætt fyrr en síðar í þróun þeirra. Jerúsalem var grískumælandi borg frá tíma Alexanders mikla (323 f.Kr.) og rabbínskur gyðingdómur og kristni verða til á fyrstu öld okkar tímatals í umhverfi hellenismans, sem verður til þegar gríska verður alþjóðamál á þessu landssvæði. Allar hátíðir kristni eru í grunnin eldri hátíðir sem fengu nýja merkingu í ljósi Jesú og það ferli er í guðfræði nefnt samþætting trúarhefða (e. syncretism). Fæðingarhátíð Jesú Krists er yngst stórhátíða en fæðingadagur Jesú var ekki þekktur af frumkristnum höfundum. Um tilurð 25. desember eru þrjár meginkenningar: Sú fyrsta bendir á að hin gyðinglega sjálfstæðishátíð Makkabeauppreisnarinnar Hanukkah er haldin á 25. degi Kislev mánaðar, samkvæmt hinu gyðinglega tungl-dagatali og er því oft á sama tíma. Tímasetningar páska, uppstigningar og hvítasunnu fylgja þessu forna dagatali. Önnur kenning gerir ráð fyrir að dagsetningin hafi verið valin til höfuðs rómverskum sólstöðuhátíðum en slíkar hátíðir Saturnalia voru haldnar 17.-25. desember á keisaratímanum og mörkuðu áramót. Það sem mælir gegn því er að á þeim tíma sem að dagsetningin er að festa sig í sessi mættu kristnir menn ofsóknum af hálfu Rómverja og því ólíklegt að þeir hafi sótt til slíkra hátíða til viðmiðunar. Sú þriðja bendir á að boðunardagur Maríu, sá tími er Jesús var getinn af heilögum anda, var í frumkirkjunni talinn hafa verið sama dag og hann var krossfestur, þann 25. mars, og því er fæðing hans dagsett nákvæmlega níu mánuðum síðar. Þess má geta að ekki halda allar kirkjudeildir jól þann 25. desember, en rétttrúnaðarkirkjur halda jól 7. janúar samkvæmt hinu eldra júlíanska dagatali. Um jólahald á norðurhveli fyrir kristnitöku er lítið vitað og þær ritheimildir sem við eigum koma frá kristnum höfundum. Hinn enski kirkjusagnfræðingur Bede (d. 735) segir frá mánaðarheiti að vetri samkvæmt saxnesku tímatali með svipað heiti og jól en skylt orð er jafnframt að finna í tungumáli Gota. Sambærilegt mánaðarheiti í forn-íslensku kann að vera Ýlir, en það kemur fyrir á einum stað í 13. aldar handriti. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur viðurkennir að „helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember er mánaðarnafnið” (1993:321), sem og sú staðreynd að fæðingarhátíð frelsarans tók á sig heitið jól á norðurlöndum. Merking orðsins er mjög á reiki, á 13. og 14. öld var talið að orðið væri vísun í nafn Óðins, Jólni, en samtímamenn töldu einnig að því gæti verið öfugt farið. Þá hafa menn leitað skýringa í því að um drykkju hafi verið að ræða, þar sem í kvæði um Harald Hárfagra segir: Úti vil jól drekka / ef skal einn ráða / fylkir hinn framlyndi / og Freys leik Heyja. „Freys leikir” verða best skyldir sem kynlífsiðkun, jafnvel kynsvall, samkvæmt þjóðháttafræðingnum (1993:319). Hverjar sem orðsifjar hugtaksins eru til forna er ljóst að heimildir okkar um forn-heiðna jólahátíð eru næsta engar. Við vitum ekki hvort slík hátíð var útbreidd, hvenær hún var haldin eða hvert inntak hennar var. Það sem við vitum er að orðsifjar hugtaksins jól tengjast fornu tímatali á norðurslóðum. Vísanir í blót á jólum eða fornar sólstöðuhátíðir eru ágiskanir, sem kunna vel að eiga við rök að styðjast, en byggja ekki á rituðum samtímaheimildum. Fullyrðingar þess efnis að kristnir menn hafi stolið jólunum úr heiðnum sið eru áróður en ekki staðreyndir, eins og ítrekað er staðhæft í umræðunni. Jólahald á norðurslóðum hefur dregið dám af þjóðháttum og siðvenjum norrænna þjóða frá upphafi og gerir enn. Jólin eru kristin hátíð, sem fagnar komu Guðs inn í þennan heim í Jesú Kristi og sá fögnuður er upprunalegur kristnum átrúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Tengdar fréttir Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna. 23. desember 2014 15:18 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þessara jóla hafa staðhæfingar um eðli og tilurð jólanna farið hátt á vefsíðum dagblaða, í ummælakerfum og á samfélagsmiðlum. Margt af því sem þar er sagt á við rök að styðjast en flest ber keim af upphrópunum ætlað að koma höggstað á hinn kristna sið. Sambærileg umræða hefur staðið yfir beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum hefur afhelgun hátíðarinnar verið í deiglunni um árabil og á Norðurlöndum hafa reglur um kirkjuferðir grunnskólabarna leitt af sér keimlíka umræðu og hér á landi. Það væri að æra óstöðugan fyrir guðfræðinga að ætla að leiðrétta allar þær rangfærslur sem birtast í almennri umræðu en ítrekað er því haldið fram að jólin séu í grunninn heiðin hátíð, sem kristnir menn hafi stolið af forfeðrum okkar. Slík fullyrðing er í besta falli einföldun en ber að svara, þar sem henni er ítrekað haldið á lofti til að koma höggstað á jólahald kirkjunnar. Tilurðarsaga kristins jólahalds er margræð og flókin en upphaf kristindómsins einkennist af trúarlegri deiglu þar sem ólíkir höfundar halda fram sérstöðu Jesú í þeim fjölbreyttu ritum sem leggja grunninn að Nýja testamentinu og skyldum bókmenntum þess. Guðspjöllin öll halda guðdómlegu eðli Jesú á lofti en fjalla um það með ólíkum hætti og fara ólíkar leiðir í að fjalla um hvernig að Jesús birtir okkur eðli Guðs. Inntak jólanna, sú hugmynd að Guð gerðist maður í Jesú Kristi, er upprunaleg kristnum átrúnaði. Fræðimenn á sviði biblíuvísinda hafa fyrir margt löngu lagt til hliðar þær hugmyndir að gyðingdómur og kristni hafi verið einsleit fyrirbæri í fornöld og að grísk-rómverskra áhrifa hafi ekki gætt fyrr en síðar í þróun þeirra. Jerúsalem var grískumælandi borg frá tíma Alexanders mikla (323 f.Kr.) og rabbínskur gyðingdómur og kristni verða til á fyrstu öld okkar tímatals í umhverfi hellenismans, sem verður til þegar gríska verður alþjóðamál á þessu landssvæði. Allar hátíðir kristni eru í grunnin eldri hátíðir sem fengu nýja merkingu í ljósi Jesú og það ferli er í guðfræði nefnt samþætting trúarhefða (e. syncretism). Fæðingarhátíð Jesú Krists er yngst stórhátíða en fæðingadagur Jesú var ekki þekktur af frumkristnum höfundum. Um tilurð 25. desember eru þrjár meginkenningar: Sú fyrsta bendir á að hin gyðinglega sjálfstæðishátíð Makkabeauppreisnarinnar Hanukkah er haldin á 25. degi Kislev mánaðar, samkvæmt hinu gyðinglega tungl-dagatali og er því oft á sama tíma. Tímasetningar páska, uppstigningar og hvítasunnu fylgja þessu forna dagatali. Önnur kenning gerir ráð fyrir að dagsetningin hafi verið valin til höfuðs rómverskum sólstöðuhátíðum en slíkar hátíðir Saturnalia voru haldnar 17.-25. desember á keisaratímanum og mörkuðu áramót. Það sem mælir gegn því er að á þeim tíma sem að dagsetningin er að festa sig í sessi mættu kristnir menn ofsóknum af hálfu Rómverja og því ólíklegt að þeir hafi sótt til slíkra hátíða til viðmiðunar. Sú þriðja bendir á að boðunardagur Maríu, sá tími er Jesús var getinn af heilögum anda, var í frumkirkjunni talinn hafa verið sama dag og hann var krossfestur, þann 25. mars, og því er fæðing hans dagsett nákvæmlega níu mánuðum síðar. Þess má geta að ekki halda allar kirkjudeildir jól þann 25. desember, en rétttrúnaðarkirkjur halda jól 7. janúar samkvæmt hinu eldra júlíanska dagatali. Um jólahald á norðurhveli fyrir kristnitöku er lítið vitað og þær ritheimildir sem við eigum koma frá kristnum höfundum. Hinn enski kirkjusagnfræðingur Bede (d. 735) segir frá mánaðarheiti að vetri samkvæmt saxnesku tímatali með svipað heiti og jól en skylt orð er jafnframt að finna í tungumáli Gota. Sambærilegt mánaðarheiti í forn-íslensku kann að vera Ýlir, en það kemur fyrir á einum stað í 13. aldar handriti. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur viðurkennir að „helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember er mánaðarnafnið” (1993:321), sem og sú staðreynd að fæðingarhátíð frelsarans tók á sig heitið jól á norðurlöndum. Merking orðsins er mjög á reiki, á 13. og 14. öld var talið að orðið væri vísun í nafn Óðins, Jólni, en samtímamenn töldu einnig að því gæti verið öfugt farið. Þá hafa menn leitað skýringa í því að um drykkju hafi verið að ræða, þar sem í kvæði um Harald Hárfagra segir: Úti vil jól drekka / ef skal einn ráða / fylkir hinn framlyndi / og Freys leik Heyja. „Freys leikir” verða best skyldir sem kynlífsiðkun, jafnvel kynsvall, samkvæmt þjóðháttafræðingnum (1993:319). Hverjar sem orðsifjar hugtaksins eru til forna er ljóst að heimildir okkar um forn-heiðna jólahátíð eru næsta engar. Við vitum ekki hvort slík hátíð var útbreidd, hvenær hún var haldin eða hvert inntak hennar var. Það sem við vitum er að orðsifjar hugtaksins jól tengjast fornu tímatali á norðurslóðum. Vísanir í blót á jólum eða fornar sólstöðuhátíðir eru ágiskanir, sem kunna vel að eiga við rök að styðjast, en byggja ekki á rituðum samtímaheimildum. Fullyrðingar þess efnis að kristnir menn hafi stolið jólunum úr heiðnum sið eru áróður en ekki staðreyndir, eins og ítrekað er staðhæft í umræðunni. Jólahald á norðurslóðum hefur dregið dám af þjóðháttum og siðvenjum norrænna þjóða frá upphafi og gerir enn. Jólin eru kristin hátíð, sem fagnar komu Guðs inn í þennan heim í Jesú Kristi og sá fögnuður er upprunalegur kristnum átrúnaði.
Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna. 23. desember 2014 15:18