Með hjarta úr gulli:15 ára stelpa á Selfossi gaf 100 jólagjafir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. desember 2014 18:29 Rósa Signý Ólafsdóttir, fimmtán ára grunnskólanemandi á Selfossi, kom hundrað eldri borgurum heldur betur á óvart þegar hún færði þeim öllum jólagjöf eða jólapoka, sem innihéldu meðal annars kerti og spil. Rósa Signý naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar jólapokarnir voru bornir inn á sjúkrahúsið á Selfossi en allir heimilismenn á öldrunardeildunum Ljósheimum og Fossheimum fengu jólagjöf, auk eldri borgara í heimaþjónustu. Sverrir Stormsker, sem er fjölskylduvinur á heimili Rósu, byrjaði á því að spila á píanóið og svo ávarpaði Rósa viðstadda. „Ég ætla bara að segja við ykkur, gleðileg jól, ég vona að þið hafið það sem best um jólin og verðið í rosalega góðu jólaskapi. Ég ætla að gefa ykkur smá þakklætisvott fyrir það sem þið hafið gert og gefa ykkur jólagjafir“, sagði Rósa Signý. Því næst gekk hún, sem var með þrjá litla aðstoðarmenn með sér á milli fólksins og afhendi gjafirnar. Í hverju poka var kerti og spil, malt og appelsín, mandarína og sælgæti. Heimilisfólkið átti ekki til orð yfir þessari ungu stelpu, sem virðist vera með hjarta úr gulli eins og fólkið sagði sjálft. En hvernig datt Rósu í hug að gefa allar þessar jólagjafir ? „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og mömmu minni, hún sagði þetta mjög góða hugmynd og við ákváðum að láta hana verða að veruleika“, segir Rósa Signý. En er hún svona hjartahlý ? „Já, ég myndi segja það“. Jólafréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Rósa Signý Ólafsdóttir, fimmtán ára grunnskólanemandi á Selfossi, kom hundrað eldri borgurum heldur betur á óvart þegar hún færði þeim öllum jólagjöf eða jólapoka, sem innihéldu meðal annars kerti og spil. Rósa Signý naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þegar jólapokarnir voru bornir inn á sjúkrahúsið á Selfossi en allir heimilismenn á öldrunardeildunum Ljósheimum og Fossheimum fengu jólagjöf, auk eldri borgara í heimaþjónustu. Sverrir Stormsker, sem er fjölskylduvinur á heimili Rósu, byrjaði á því að spila á píanóið og svo ávarpaði Rósa viðstadda. „Ég ætla bara að segja við ykkur, gleðileg jól, ég vona að þið hafið það sem best um jólin og verðið í rosalega góðu jólaskapi. Ég ætla að gefa ykkur smá þakklætisvott fyrir það sem þið hafið gert og gefa ykkur jólagjafir“, sagði Rósa Signý. Því næst gekk hún, sem var með þrjá litla aðstoðarmenn með sér á milli fólksins og afhendi gjafirnar. Í hverju poka var kerti og spil, malt og appelsín, mandarína og sælgæti. Heimilisfólkið átti ekki til orð yfir þessari ungu stelpu, sem virðist vera með hjarta úr gulli eins og fólkið sagði sjálft. En hvernig datt Rósu í hug að gefa allar þessar jólagjafir ? „Þetta var sameiginleg hugmynd hjá mér og mömmu minni, hún sagði þetta mjög góða hugmynd og við ákváðum að láta hana verða að veruleika“, segir Rósa Signý. En er hún svona hjartahlý ? „Já, ég myndi segja það“.
Jólafréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira