Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bjarki Ármannsson skrifar 29. ágúst 2014 10:57 Frá Dyngjujökli, eða Dynjujökli eins og hann heitir í Noregi. Vísir/Friðrik Þór Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið. Bárðarbunga Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið.
Bárðarbunga Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira