Tinna skírði frumburðinn: Föndraði skírnarkertið sjálf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 12:30 Veðrið lék við mæðgurnar á skírnardaginn. Myndir/KJ photography „Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi. Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi.
Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“