Lífið

Krist­rún, Sól­rún Diego og Jón Jóns­son sáu Galdra­karlinn í Oz

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stemmingin var gríðarleg á Galdrakarlinum í Oz.
Stemmingin var gríðarleg á Galdrakarlinum í Oz. Owen Fiene

Fjöldi fríðra gesta var viðstaddur frumsýningu Galdrakarlsins í Oz í Borgarleikhúsinu um helgina. Forsætisráðherra, áhrifavaldur og aragrúi leikara voru þar á meðal.

Hinn sígildi söngleikur Galdrakarlinn í Oz, sem byggir á samnefndri bók eftir Frank L. Baum, var frumsýndur á laugardaginn fyrir fullu húsi af spenntum börnum, foreldrum og öðrum. 

Þórey Birgisdóttir fer með hlutverk söguhetjunnar Dóróteu, Björgvin Franz leikur tinkarlinn, Hilmar Jensson er fuglahræðan, Pétur Ernir Svavarsson leikur ljónið, Sólveig Arnarsdóttir er illa nornin, Berglind Alda leikur góðu nornina Glindu og Villi Neto er sjálfur Oz.

Fjölmennt var á frumsýningunni og kenndi þar ýmissa grasa, leikarar voru fyrirferðarmiklir en einnig aðrir menningarpáfar auk forsætisráðherrans.

Hildur Vala Baldursdóttir og Kjartan Ottósson með dætrum sínum tveimur og Ebba Katrín Finnsdóttir með tvíburadætrum vinkonu sinnar, Eyglóar Hilmarsdóttur.Owe Fiene

Hjónin Tanja Berglind Hallvarðsdóttir og Ólafur Pálsson.Owen Fiene

Jóhann Kristófer og Alma Gytha Huntingdon-Williams með börnum sínum.Owen Fiene

Karitas Lotta Tulinius, Stella María Gautadóttir og Ólafur Alexander Ólafsson.Owen Fiene

Brynhildur Guðjónsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, og Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður. Fréttamaðurinn Tómas Arnar Þorláksson lúrir í bakgrunni.Owen Fiene

Sólrún Diego með börnum sínum.Owen Fiene

Hjónin Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir með börnum sínum en dóttir þeirra leikur í sýningunni.Owen Fiene

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mætti með dóttur sína og vinkonur hennar. Owen Fiene

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og tvær pæjur.Owen Fiene

Ragnar Ísleifur Bragason með dætrum sínum.Owen Fiene

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Tómas Jónsson, Anna María Tómasdóttir og ein spræk stúlka.Owen Fiene

Katla Margrét Þorgeirsdóttir lék Nornina úr vestri í uppsetningu Borgarleikhússins á Galdrakallinum í Oz árið 2013 og mætti að sjálfsögðu.Owen Fiene

Næringarþjálfarinn Helga Magga var á staðnum.Owen Fiene

Stórleikarinn Mikael Kaaber lét sig ekki vanta.Owen Fiene

Matreiðslumaðurinn Roberto Biraghi og tvær flottar stelpur.Owen Fiene

Hulda Hjálmarsdóttir og Þorgeir Kristjánsson með litlum tískukóngi.Owen Fiene

Fréttamaðurinn Ari Páll Karlsson mætti með systkinum sínum.Owen Fiene

Hjónin Hany Hadaya og Bryndís Halldórsdóttir og leðurjakkaklæddur töffari.Owen Fiene

Júlía Margrét Einarsdóttir var í góðum gír.Owen Fiene

Leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson með börnum sínum.Owen Fiene

Birna Hafsteinsdóttir í Framsóknagrænum jakka.Owen Fiene

Leikkonana Jóhanna Vigdís og leikarinn Örn Gauti Jóhannsson.Owen Fiene

Hjónin Anna Rún Frímannsdóttir og Einar Kristjánsson í góðum hópi.Owen Fiene

Leikkonan Íris Tanja Flygenring með tveimur pæjum.Owen Fiene





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.