Stórskotaárásir halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 10:20 vísir/ap Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Gasa Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu.
Gasa Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira