Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2014 13:39 Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, segist gera ráð fyrir að starfsemi fari á fullt eftir sumarfrí. Vísir/Andri Marínó „Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Sjá meira
„Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Sjá meira
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00