Reykjavík er ekki neitt án ungs fólks Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Magnús Sigurbjörnsson skrifar 20. maí 2014 09:52 Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar