Nýjar íbúðir fyrir hjúkrunarfræðinga í Vatnsmýrinni? Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir skrifar 27. maí 2014 17:37 Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar